is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40763

Titill: 
  • Kjaraumhverfi á ríkisstofnunum - Tilviksrannsókn á Landspítala
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Kjaraumhverfi ríkisstofnana hefur löngum verið talið ósveigjanlegt og kjarabarátta ríkisstarfsfólks hefur oftar en ekki verið langdregin og endað með verkföllum. Starfsfólk ríkisstofnana fékk rétt til að semja um kaup og kjör, ásamt takmörkuðum rétti til verkfalls árið 1986. Á Íslandi eru hátt á annað hundrað stéttarfélög, sem í síðustu kjarasamningalotu undirrituðu 326 kjarasamninga, þar af voru 59 samningar sem náðu til 23.000 manns þar sem ríkið var launagreiðandi. Fjöldi kjarasamninga sem fara þarf eftir á stærstu vinnustöðum landsins getur hlaupið á tugum og við ríkisstofnanir eru álíka margir stofnanasamningar sem stýra röðun starfa í launatöflur. Þar að auki er jafnlaunavottun bundin í lög og öll fyrirtæki og stofnanir með yfir 25 manns í starfi þurfa að hafa gert ítarlegt mat á virði starfa.
    Gerð verður grein fyrir þeim þáttum sem mynda kjaraumhverfi ríkisstofnana og reynt að draga upp mynd af starfsumhverfi innan þeirra með því að einblína á Landspítala, en hann er einn stærsti vinnustaður landsins, með um 6.000 manns í fjölbreyttum og sérhæfðum störfum og því um margt áhugaverður. Fjallað verður um fjölda kjarasamningseininga sem í gildi eru, fjölda starfsfólks á bakvið hverja þeirra og innihald kjarasamninganna greint nánar, líkindi þeirra og mismunur. Einnig er forvitnilegt að velta fyrir sér samspili kjarasamninga, stofnanasamninga og mati spítalans sjálfs á virði hvers starfs í starfsmati vegna jafnlaunavottunar.
    Helstu niðurstöður eru að bæði kjarasamningar og stofnanasamningar stéttarfélaga starfsfólks Landspítala eru mjög líkir að mjög miklu leyti, en örfá atriði sem skilja að sem gætu skapað ákveðið flækjustig. Ekki fylgir fjármagn með stofnanasamningum heldur skal notast við svigrúm sem myndast innan stofnana og hugsanlegt er að meiri samvinna við samningaborð Landspítala leiði af sér aukinn sameiginlegan skilning og lausnir við launasetningu og umbun innan þeirra marka sem fjárheimildir spítalans leyfa.

Samþykkt: 
  • 3.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40763


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kjaraumhverfi a rikisstofnunum - Tilviksrannsokn a Landspitala.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf410.77 kBLokaðurYfirlýsingPDF