Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40769
Viðfangsefni þessarar ritgerðar eru óefnislegar eignir og meðferð mengunarkvóta í reikningsskilum. Gerð er grein fyrir óefnislegum eignum, farið er yfir einkenni þeirra og hvernig þær eru metnar í reikningsskilum. Tekið er fyrir þrjár tegundir af óefnislegum eignum sem eru kvóti, sérleyfi og viðskiptavild og farið er yfir hvernig óefnislegar eignir eru niðurfærðar ýmist með afskriftum eða virðisrýrnun. Fjallað er um umhverfisáhrif og þær aðferðir sem hægt er að beita við gjaldtöku á þeim kostnaði sem þau mynda. Mengunarkvóti er ein aðferð sem mikið er notuð við gjaldtöku vegna mengunar. Farið er yfir hvernig hann er meðhöndlaður í reikningsskilum og gerður er samanburður á mengunarkvóta innan reikningsskila nokkurra fyrirtækja sem losa mikið magn af koltvíoxíð. Fjallað er um kolefnismarkað Evrópusambandsins þar sem greint er frá uppbyggingu hans, tilgangi, markmiði og þeim lofttegundum sem falla undir hann. Ísland er ein af þeim þjóðum sem tilheyra kolefnismarkaði Evrópusambandsins. Farið er yfir íslensk félög sem fá úthlutaðar losunarheimildir og hvernig það ferli er framkvæmt. Fjallað er um áliðnað á Íslandi og gerður er samanburður á fyrirtækjum í iðnaðinum þar sem lögð er áhersla á að athuga hvernig fyrirtækin meðhöndla losunarheimildir í reikningsskilum sínum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.Sc ritgerð - Andrea Ýr Reynisdóttir 2022.pdf | 353.03 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing skemman.pdf | 441.62 kB | Lokaður | Yfirlýsing |