is Íslenska en English

Lokaverkefni (Doktors)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Doktorsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4078

Titill: 
 • Prospective parents and decisions concerning nuchal translucency screening
Námsstig: 
 • Doktors
Útdráttur: 
 • Samþætt líkindamat hefur verið innleitt í meðgönguvernd í mörgum löndum með það að markmiði að finna frávik í fósturþroska, svo sem Downs heilkenni og bjóða verðandi foreldrum aukið val um áframhald meðgöngunnar. Þrátt fyrir að slík rannsókn auki öryggi sumra kvenna ætti
  það að vera íhugunarefni fyrir þá sem bjóða slíka rannsókn öllum barnshafandi konum að rannsóknin er þess eðlis að nálgast þarf konur í upphafi meðgöngu og að fleiri konur munu fá svar um auknar líkur á fráviki. Á Íslandi hefur öllum verðandi mæðrum verið boðið samþætt líkindamat frá 2001 og þiggja nú nærri 90% kvenna á höfuðborgarsvæðinu það boð.
  Innleiðing samþætts líkindamats fyrir allar konur hefur verið tengd þeirri stefnu sem leiðir til arfbóta, hvert svo sem markmið skimunarinnar er. Þrátt fyrir áhrif þessarar skimunar hafa fáar rannsóknir beinst að því að skoða beint reynslu og ákvarðanaferli sem tengjast þessari tilteknu skimun frá sjónarhorni kvenna og engar rannsóknir hafa verið birtar um þetta efni sem
  byggja á gögnum sem safnað hefur verið í upphafi meðgöngu. Jafnframt hefur lítil athygli beinst að því hvort um sameiginlega ákvörðun sé að ræða meðal verðandi mæðra og feðra og hvort sjónarhorn kynjanna séu á einhvern hátt ólík.
  Markmið þessarar eigindlegu rannsóknar var að skoða ákveðna þætti í íslensku umhverfi meðal heilbrigðra kvenna og maka þeirra til þess að skilja hvernig ákvörðun um að þiggja eða hafna skimun verður til. Safnað var efni frá fjölmiðlum sem innihélt umræðu um samþætt líkindamat frá árinu 2000 til 2005 og orðræðugreining (sifjafræði) notuð við úrvinnslu. Einnig voru tekin viðtöl við verðandi mæður (n=20) og verðandi feður (n=20), sitt í hvoru lagi, á 7.–11. og 20.–24. viku meðgöngu. Niðurstöður orðræðugreiningar sýndu að það var aðallega starfsfólk fósturgreiningardeildar, þar sem skimunin var boðin, sem talaði fyrir innleiðingu hennar, og fjótlega náði hún mikilli útbreiðslu. Þrátt fyrir að nokkrir aðilar settu fram spurningar um arfbótastefnu sem í skimuninni gæti falist og áhrif hennar á það gildismat sem lagt væri á líf fatlaðra einstaklinga, þá voru viðbrögð samfélagsins fremur lítið áberandi. Viðtöl við verðandi foreldra sýndu að nánast öllum konunum fannst þær byggja ákvörðun sína á eigin vali. Margar þeirra kvenna sem ákváðu að þiggja skimunina höfðu töluverðar væntingar og auðsýndu fylgispekt við reglubundna notkun hennar. Ákvörðun karlanna í þeim hópi mótaðist fremur af því að hafa stjórn á meðgöngunni, að fá fullvissu, og af efnahagslegum ástæðum. Konunum fannst ákvörðun um að þiggja skimun vera sameiginleg, en mökum þeirra fannst konan taka ákvörðunina. Meirihluti þeirra þátttakenda sem hafnaði skimun reyndist hafa reynslu af eða þekkingu á fötlun og meiri sveigjanleika varðandi fjölbreytileika mannlífs. Þau höfðu jafnframt áhyggjur af því að skimunin væri óáreiðanleg og hjá parinu var að jafnaði gagnkvæmur skilningur á skimuninni. Almennt voru þátttakendur sama sinnis síðar á meðgöngunni. Gagnrýnin skoðun á því hvort bjóða eigi verðandi foreldrum samþætt líkindamat þarf að eiga sér stað í íslensku samfélagi og aðgengi kvenna og karla að upplýsingum og úrræðum sem auka möguleika þeirra til umræðu um skimunina þarf að vera auðsætt. Þverfagleg samhæfing á þjónustu í upphafi meðgöngu er nauðsynleg, bæði hvað varðar þær leiðir sem standa til boða í heilbrigðiskerfinu og skipulag og innihald upplýsinga sem ætlað er verðandi foreldrum.

 • Útdráttur er á ensku

  Nuchal translucency (NT) screening has been implemented as a routine part of antenatal care in many countries. Its aim is to detect fetal abnormalities such as Down’s syndromes and provide prospective parents with more choices in pregnancy. Although this test does create certainty and reassurance for some women, it can also lead to uncertainty since it is a probability test. Routine use of NT screening also requires a change in pattern of care. Pregnant women need to be approached earlier in pregnancy and inevitably, since all women are offered screening, the number of women being screened will increase. Therefore more women will be identified highrisk with a resulting sequel for management of the ongoing decision making process. In Iceland, NT screening has been offered to all pregnant women since 2001 and the uptake is now almost 90% in the capital area.
  The introduction of NT screening for all women has been related to a policy that could be said to be eugenic in impact if not in intent. Despite the social, organisational and ethical implications of screening, few studies have explored the experience of NT screening and decision-making processes from the woman’s standpoint, and there is a paucity of published work that has explored this in very early pregnancy. Additionally, little attention has been paid to differences in attitude between men and women in relation to NT screening and whether the decision to accept or decline is a joint one.
  The aim of this qualitative study was to explore issues within the Icelandic context among low-risk women and their partners, particularly with reference to understanding processes of accepting or declining the screening offer. The data included a genealogical analysis of public media items on the introduction of NT screening in Iceland between 2000 and 2005 and semi-structured interviews conducted with prospective mothers (n=20) and fathers (n=20) separately, in weeks 7–11 and weeks 20–24 of pregnancy.
  The findings show that NT screening was mainly promoted by staff at the specialized clinic where the test was offered, and that soon after its initiation in 2001 the screening became widespread. Although some persons who appeared in the media questioned the eugenic policy implications of screening and its impact on the value placed on the lives of disabled people, the societal response was fairly muted. Interviews with parents show that almost all women experienced their decision as a choice, where those who accepted screening had high expectations and showed compliance with a routine offer. Men’s decisions were more framed by control, a search for certainty and economic considerations. Women felt that the decision to accept screening as a joint decision, but their partners experienced it more as
  a decision made by the woman. Many of the women and their partners who declined screening had more personal experience or knowledge of disability and more tolerance for diversity. Some of them were concerned about unreliability of the NT screening. In general, all the couples’ decisions remained consistent later in pregnancy.
  A critical examination of the provision of screening needs to take place in the Icelandic context. Women’s and men’s access to resources that impact on opportunities to discuss NT screening need to be improved by multidisciplinary coordination of early pregnancy care, both regarding the pathway of care and the management of adequate information to prospective
  parents.

ISSN: 
 • 978-9979-9702-2-4
Samþykkt: 
 • 30.10.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4078


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
k_fixed.pdf12.9 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna