is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40790

Titill: 
 • Vébönd Atlantshafsbandalagsins: Tækifæri og áskoranir smáríkja innan NATO
Námsstig: 
 • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Smáríki skortir alla jafna burði til þess að geta tryggt öryggi sitt. NATO-aðild veitir þeim skjól á hinu diplómatíska, efnahagslega, samfélagslega og pólitíska sviði með því að bæta upp fyrir veikleika þeirra. Bandalög líkt og NATO eru hornsteinn í varnarmálum smáríkja í Evrópu og ómissandi stuðningur í baráttu þeirra fyrir tilveru sinni.
  Markmið þessarar rannsóknar er að greina tækifæri og annmarka á skjóli smáríkja innan Atlantshafsbandalagins. Áhersla verður lögð á að skoða hvernig fælingarmáttur NATO-aðildar getur gagnast smáríkjum. Tilvikin sem verða rannsökuð í þessari ritgerð eru aðild Danmerkur og Eistlands í NATO en auk þess verða framlög Norðurlandaþjóðanna og Eystrasaltsríkjanna til bandalagsins skoðuð. Með þessari rannsókn verður hægt að átta sig betur á því hvað NATO-aðild smáríkja hefur í för með sér fyrir varnir þeirra og hvert framlag þessara ríkja er til bandalagsins.
  Rannsóknin er eigindleg tilviksrannsókn þar sem aðild smáríkja að NATO er rannsökuð. Til þess að greina tækifæri og annmarka á skjóli smáríkjanna Danmerkur og Eistlands innan NATO er notast við kenninguna um skjól smáríkja auk þess sem fjallað verður um hugmyndina um fælingarmátt NATO-aðildar. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að fælingarmáttur NATO-aðildar er meginstoð í vörnum smáríkja og að skuldbinding til ábyrgðardreifingar gagnvart skjólveitandanum er undirstaða þess öryggis sem smáríki leitast eftir.

 • Útdráttur er á ensku

  In general small states lack the capabilities to ensure their security. NATO membership provides them with a diplomatic, economic, societal, and political shelter to compensate for their vulnerabilities. NATO is the cornerstone of small state's defences in Europe and an essential pillar in their very existence.
  This research aims to explore the opportunities and obstacles that small states face within NATO. Emphasis will be placed on examining the role of deterrence in small state's membership in NATO. The cases that will be examined in this research are Denmark‘s and Estonia‘s membership in NATO. Furthermore, the Nordic states and Baltic state's contributions to the Alliance will be examined. This research will give a better insight into what the implications of NATO membership have for small states when it comes to their defence and also what their contribution to the Alliance is.
  The research presented in this dissertation is a qualitative case study that examines small state‘s NATO membership. To identify opportunities and obstacles of the small states of Denmark and Estonia within NATO, the shelter theory will be applied, as well as the role of deterrence of NATO membership in their defence. The main findings of the study indicate that the deterrence of NATO membership is the main pillar when it comes to small state‘s defences and that the responsibilities of burden-sharing within NATO towards the shelter is the basis of the security that small states seek.

Samþykkt: 
 • 4.5.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40790


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð til MA-gráðu í alþjóðasamskiptum.pdf585.92 kBLokaður til...25.06.2023HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing_Adalsteinn.pdf224.29 kBLokaðurYfirlýsingPDF