Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40798
Þessi ritgerð fjallar um rannsókn á tengslum skuggakosninga í framhaldsskólum við lýðræðisvitund og kosningaþátttöku framhaldsskólanema í alþingiskosningum 2021. Í nóvember 2021 var framkvæmd netkönnun meðal framhaldsskólanema í fjórum framhaldsskólum á Íslandi, tveimur skólum þar sem skuggakosningar voru haldnar og tveimur þar sem þær voru ekki haldnar. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að þeir nemendur sem taka þátt í skuggakosningum eru líklegri til að taka þátt í alþingiskosningum. Aftur á móti er enginn munur á þátttöku í alþingiskosningum eftir því hvort skuggakosningar voru haldnar í framhaldsskóla nemenda. Einnig er hægt að álykta um tengsl á milli þess að taka þátt í skuggakosningum og hversu oft ungt fólk ræðir við annað fólk um innlend stjórnmál á meðan á kosningabaráttu stendur. Enginn munur var á hversu oft ungt fólk ræðir um stjórnmál eftir því hvort skuggakosningar voru haldnar í skólanum þeirra. Afstaða fólks til annars vegar hvort það skipti máli hvað fólk kýs og hins vegar hvort það sé samfélagsleg skylda að kjósa, hefur engin tengsl við skuggakosningar. Í þessari rannsókn kom í ljós að það að taka þátt í skuggakosningum hefur tengsl við kosningaþátttöku í alþingiskosningum og að skuggakosninga geta einnig mögulega ýtt undir lýðræðisvitund ungs fólks og skapað þannig vettvang fyrir það til að þróa sig sem þátttakanda í lýðræði.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skemmu Yfirlýsing.pdf | 110.81 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
BA_ritgerð_Sara_Þöll_Finnbogadóttir .pdf | 488 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |