Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40801
Ýmis störf hafa tekið stakkaskiptum undanfarna áratugi vegna tækninýjunga. Það vakti áhuga rannsakanda á því að skoða þróun starfs innkaupastjóra í hröðum tækniheimi. Markmið rannsóknarinnar „Innkaupastjórar fataverslana á Íslandi: Þróun starfsins er litið er til tækniframfara“ var að komast að upplifun og reynslu innkaupastjóra íslenskra fataverslana af áhrifum tækniþróunar á starfið. Fræðileg umfjöllun var aðallega sótt til erlendra rannsókna og fræðibóka varðandi innkaup og tækniþróun.
Rannsóknarspurningin er: „Hver er reynsla innkaupastjóra af þróun starfsins er litið er til tækniframfara?“ Rannsakandi notast við eigindlega rannsóknaraðferð til að fá svör við rannsóknarspurningunni. Tekin eru viðtöl við sex innkaupastjóra íslenskra fataverslana sem hafa mikla reynslu á sviði innkaupa og geta því lýst upplifun og reynslu sinni fyrir rannsakanda. Viðtöl viðmælanda voru þemagreind og í ljós komu þrjú meginþemu: Innkaup, spáaðferðir og framtíð innkaupa.
Helstu niðurstöður rannsóknar benda til þess að tækniþróun hafi haft áhrif á innkaupaferli innkaupastjóra þar sem tækninýjungar á borð við B2B vefsíður og fjarfundaforrit gera þeim nú kleift að kaupa í gegnum netið í meira magni en áður. Þá gefur rannsókn einnig vísbendingu um að innkaupastjórar noti í meira mæli megindlegar spáaðferðir í innkaupum með tilkomu háþróaðra afgreiðslukerfa sem hjálpa þeim að vera skilvirkari og bregðast fyrr við í innkaupum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS ritgerð Helga Sóley.pdf | 837.24 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman yfirlýsing HSB.pdf | 956.06 kB | Lokaður | Yfirlýsing |