en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/40804

Title: 
  • Title is in Icelandic Hlaðvarpsnotkun íslenskra sveitarfélaga. Blönduð rannsókn á útbreiðslu og innihaldi hlaðvarpa hjá sveitarfélögum á Íslandi
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Tilgangur rannsóknarinnar er að kortleggja útbreiðslu og innihald hlaðvarpa á vegum íslenskra sveitarfélaga, bæði þeirra eigin útgáfu og útgáfu í gegnum landshlutasamtök sveitarfélaga. Rannsóknin er byggð á megindlegri og eigindlegri aðferð með skýrandi raðsniði. Fyrst var gerð megindleg innihaldsgreining á hlaðvörpum, þá eigindleg innihaldsgreining á efni hlaðvarpanna. Að lokum voru tekin eigindleg viðtöl við fjóra aðila sem tengdust tveimur hlaðvörpum í rannsókninni, þrír þeirra koma úr sveitarfélögum og einn frá landshlutasamtökum. Með megindlegu innihaldsgreiningunni fæst yfirsýn yfir útbreiðsluna og með eigindlegu greiningunni og viðtölunum fæst yfirsýn yfir notkunina á miðlinum. Notkunin er sett í samhengi við fræðilegar kenningar um stjórntæki hins opinbera og hnippingar.
    Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvernig hlaðvarpsmiðillinn getur nýst hjá sveitarfélögum á Íslandi.
    Niðurstöður sýna að næstum helmingur sveitarfélaga kemur nálægt hlaðvarpsgerð með beinum og/eða óbeinum hætti. Hlaðvarpsnotkunin dreifist um allt land en langflest sveitarfélaganna koma að hlaðvarpsgerð í gegnum landshlutasamtök. Allur gangur er þá á því hvort sveitarfélögin auglýsi hlaðvörpin sérstaklega þegar svo er og þau virðast ekki endilega líta á landshlutasamtakahlaðvörp sem sína miðla. Tuttugu og níu sveitarfélög koma að gerð 10 hlaðvarpa með yfir 220 hlaðvarpsþáttum útgefnum.
    Efni hlaðvarpanna eru mjög fjölbreytt en frumkvæði að gerð þeirra eða efnistökum virðist ekki koma frá sveitarstjórnum eða stjórum landshlutasamtakanna heldur frekar frá þeim sem búa til hlaðvörpin. Það eru þá yfirleitt aðilar sem eru í upplýsingavinnu fyrir viðkomandi aðila og hafa sérstakan áhuga á að bæta þessum miðli við. Sum sveitarfélög og landssamtök reyna að nýta hlaðvörp til hnippinga, til dæmis með því að fjalla um kosti þess að búa á svæðinu og hversu auðvelt er að vinna fjarvinnu þaðan. En til að meta betur áhrif hlaðvarps og mögulegar hnippingar þarf frekari rannsóknir á hlustendum hlaðvarpa og viðbrögðum þeirra.

Accepted: 
  • May 4, 2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40804


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Hladvorp_sveitarfelaga_MPA_HalldorMarteinsson.pdf1.35 MBOpenComplete TextPDFView/Open
HalldorMarteinsson_Skemman_yfirlýsing_lokaverkefni.pdf60.45 kBLockedDeclaration of AccessPDF