Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40805
Fyrst er fjallað um gagnrýna hugsun og svo um gervigreind með það að markmiði að skoða hvort hægt sé að kenna gervigreind í gagnrýna hugsun.
Farið er í rætur gagnrýninnar hugsunar og hugtakið skoðað. Fjallað er um rökvísi, skynsemi og líkamleika gagnrýninnar hugsunar, gagnrýna hugsun sem aðferð, sem hæfni og sem hugarfar. Svo er fjallað um helstu eiginleika hennar: hugrekki, samstarfsvilja, hlutleysi, auðmýkt, virðingu, víðsýni og tillitsemi. Þá er fjallað um rætur gervigreindar og hugtakið skoðað. Fjallað er um eiginleika helstu þátta sem koma að sjálfvirkni gervigreindar, þ.e. vélnám, djúpnám, yfirfærlsunám, skapandi mótherjanet og gerviforvitni. Þá er fjallað um meðvitund gervigreindar út frá Turing- prófinu og kínverska herbergi John Searle.
Loks er gervigreind borin saman við gagnrýna hugsun og spurningunni hvort hægt sé að kenna gervigreind gagnrýna hugsun velt upp og hugtakið gagnrýnin gervigreind lagt til.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MA ritgerð-Steingrímur E. Jónsson.pdf | 479,89 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing fyrir Skemmuna- Steingrímur E Jónsson- MA Heimspeki-Gagnrýnin gervigreind.pdf | 174,67 kB | Lokaður | Yfirlýsing |