is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40807

Titill: 
 • Í átt að auknu frelsi? Getnaðarvarnarpillan á Íslandi 1960-1980
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð verður fjallað um pilluna með það að markmiði að rannsaka sögu hennar á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi á upphafsárum hennar, 1960–1980, sem og að kanna áhrif hennar á gerendahæfni og sjálfsákvörðunarrétt kvenna á þessum árum. Áhersla verður lögð á að kanna hvernig henni var tekið, sérstaklega meðal kvenna, hvernig aðgengi að henni var háttað sem og áhrif hennar á íslenskt samfélag.
  Getnaðarvarnarpillan var fundin upp af líffræðingnum Gregory Pincus og fæðingar- og kvensjúkdómalækninum John Rock. Hún fékk markaðsleyfi í Bandaríkjunum árið 1957 sem lyf gegn ýmsum kvensjúkdómum og svo að lokum sem getnaðarvörn árið 1960. Hún kom stuttu seinna á markað á Íslandi. Pillan varð fljótt vinsæl meðal kvenna, enda örugg og þægileg leið til að koma í veg fyrir getnað. Hún hafði mikil áhrif á líf kvenna, þar sem möguleikinn til að takmarka barneignir af öryggi gerði þeim kleift að skipuleggja líf sitt eftir eigin höfði. Það auðveldaði þeim meðal annars að sækja sér menntun eða að vinna utan heimilis, sem gerði þær að vissu leyti að virkari samfélagsþegnum en áður. Pillan var þó samt ekki töfralausn og upp að vissu marki er hægt að segja að með tilkomu hennar hafi ný vandamál litið dagsins ljós og gömul vandamál breyst og þróast. Pillan hafði margslungin áhrif á íslenskt samfélag á fyrstu árunum eftir að hún kom á markaðinn, bæði ein og sér og sem hluti af stærri samfélagslegum breytingum á árunum 1960–1980.
  Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að pillan jók á rými kvenna til að nýta gerendahæfni sína með því að gera þeim auðveldara fyrir að sækja sér menntun eða atvinnu utan heimilis. Á sama hátt hafði hún jákvæð áhrif á sjálfsákvörðunarrétt þeirra hvað varðaði eigin líkama þar sem þær gátu á auðveldan hátt komið í veg fyrir getnað. Tengsl pillunnar við sjálfsákvörðunarrétt kvenna voru samt sem áður snúin á þessum fyrstu árum þar sem hér var á ferð ný tækni sem gerði það að verkum að nauðsynlegt var að endurhugsa gamlar hugmyndir um samskipti kynjanna.

 • Útdráttur er á ensku

  This dissertation explores the history of the contraceptive pill in Iceland in the first two decades after its introduction in 1960. Situating the story in the international context, the aim is twofold: to investigate its reception and the way in which it affected and interacted with the social status and bodily integrity of women.
  The contraceptive pill was invented by biologist Gregory Pincus and obstetrician-gynaecologist John Rock. It got approved by the US Federal Drug Administration (FDA) in 1960 as a contraceptive and was soon available in Iceland as well. The pill became popular among women as it was reliable and easy to use. Its impact was considerable, allowing women to decide when and whether they had children, giving them more control over their lives. For example, it enabled them to pursue education or work outside the home, which in some ways made them more active as citizens than before. Nonetheless, the contraceptive pill was not the miracle solution as some made it out to be. The pill brought with it new problems, while some older ones remained unsolved. Thus the effects of the pill were complex, both on their own but also as a part of bigger socieital changes in the years between 1960–1980.
  One of the conclusions here is that while the contraceptive pill increased women‘s ability for agency by giving them more control over their lives, the effects were not as straightforward as being completely positive. The pill‘s relationship to women‘s bodily integrity was complex, as the pill was a new technology that called for a rethinking of old ideas about the relationships between men and women.

Samþykkt: 
 • 4.5.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40807


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ása Ester Sigurðardóttir - Í átt að auknu frelsi?.pdf564.7 kBLokaður til...15.05.2023HeildartextiPDF
Yfirlýsing.pdf69.06 kBLokaðurYfirlýsingPDF