Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4081
Ritgerðin fjallar um gagnkvæma viðurkenningu á menntun og prófskírteinum samanber tilskipanir Evrópusambandsins um það efni. Fjallað er um grundvallarréttindi Rómarsáttmálans um frjálsa för launafólks, staðfesturétt og þjónustufrelsi en tilskipanir um gagnkvæma viðurkenningu prófskírteina eru settar á vettvangi Evrópusambandsins í þeim tilgangi að draga úr hindrunum á frjálsri för fólks á innri markaði sambandsins. Ísland er aðili að innri markaði Evrópusambandsins á grundvelli EES-samningsins og er því skoðað hvort rétturinn til viðurkenningar á prófskírteinum sé virkur í raun hér á landi í ljósi dómafordæma Evrópudómstólsins.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
meistaraprofsritgerd_fixed.pdf | 811.41 kB | Lokaður | Heildartexti |