is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40818

Titill: 
  • „Ef framtíðarsýnin er skýr þá eiga allir að hafa frjálsræði til að vinna í sínum málum og að vera treyst til þess”: Hvað einkennir góða og slæma stjórnendur?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Starf stjórnenda er umfangsmikið og af nægu að taka þegar reynt er að greina hlutverkið. Meirihluti einstaklinga á vinnumarkaði hefur starfað undir stjórnanda og upplifun starfsfólks af stjórnendum sínum er margbreytileg. Viðfangsefni þessarar rannsóknar er að kanna upplifun starfsfólks á vinnumarkaði af stjórnendum sínum, hvað það er að þeirra mati sem einkennir góða og slæma stjórnendur ásamt því hvernig draumastjórnandinn lítur út í þeirra augum. Rannsóknin fer yfir mikilvægi stjórnenda og er markmið hennar að bera kennsl á og útlista þessi einkenni. Settar voru fram fjórar rannsóknarspurningar tengdar því. Eigindleg rannsókn var svo framkvæmd sem samanstóð af viðtölum við átta viðmælendur sem höfðu víðtæka reynslu af vinnumarkaði með það að markmiði að skyggnast inn í hugarheim þeirra.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að mikilvægi stjórnenda innan skipulagsheilda sé mikið en birtist á ólíkan hátt. Helstu niðurstöður eru að góður stjórnandi sé fyrirmynd og þurfi að vera með skýra stefnu, skipulag og kröfur á starfsfólk sitt. Hann býr yfir tilfinningagreind og veitir traustverðuga endurgjöf á starf undirmanna. Þá þarf gagnkvæmt traust að ríkja á milli góðs stjórnanda og starfsmanns ásamt því að hlutverk stjórnandans er að veita starfsfólki sínu frjálsræði og ábyrgð í starfi sínu.
    Niðurstöður leiddu einnig í ljós ákveðin einkenni slæms stjórnanda. Það sem einkennir slíkan stjórnanda að mati viðmælenda er metnaðarleysi og slæm fyrirmynd. Helstu niðurstöður segja frá því að smámunastjórnun, ákvörðunarfælni og stefnuleysi séu einnig einkenni slæms stjórnanda og eitthvað sem bera megi að varast. Stjórnandi er einnig slæmur ef hann skortir tilfinningagreind og veitir ótrúverðuga endurgjöf.

Samþykkt: 
  • 4.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40818


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
StefánHirstFriðriksson- MS ritgerð - Stjórnun og Stefnumótun.pdf1,22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsingummeðferðlokaverkefnis-SHF.pdf287,81 kBLokaðurYfirlýsingPDF