Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40819
Rafmyntir litu dagsins ljós árið 2008 þegar Satoshi Nakamoto kynnti heiminn fyrir Bitcoin. Síðan þá hafa rafmyntir vaxið gríðarlega í verðmætum og vinsældum meðal almennings. Í dag er samanlagt verðmæti allra rafmynta sem til eru komin yfir 2,1 trilljón dollara og Bitcoin nemur um það bil 41% af því heildarverðmæti. Þó svo að rafmyntir séu álitinn spennandi fjárfestingarkostur þá fylgir þeim áhætta sem felst í þeim miklu sveiflum sem verða á verðmætum þeirra ásamt verðmætageymslu rafmynta. Þrátt fyrir þessar áhættur er freistandi að fjárfesta í rafmyntum þar sem ávöxtun getur verið mjög mikil á skömmum tíma. Margir horfa til rafmynta sem skammtíma fjárfestingar en einnig getur langtíma fjárfesting í rafmyntum skilað góðri ávöxtun og þá sérstaklega þegar fjárfest er í nýjum rafmyntum sem ná flugi. Mörg stór fyrirtæki bjóða upp á greiðsluleiðir í formi rafmynta og hafa innleitt rafmyntir í sinn rekstur. Innleiðing rafmynta í rekstur fyrirtækja getur lækkað kostnað þegar kemur að greiðslumiðlun og kreditkortagjöldum. Rafmyntir bjóða einnig upp á nýjar fjármögnunarleiðir ásamt hraðvirkari færslum. Rafmyntir geta ekki bara hentað fyrirtækjum vel. Central Bank Digital Currency (CBDC) er stafrænn gjaldmiðill sem mun að öllum líkindum verða tekinn upp af öllum löndum heimsins. Fyrsta landið til að taka upp stafrænan gjaldmiðil var Svíþjóð en Svíar eru leiðandi á þessu sviði og hafa minnkað notkun reiðfjár til muna. Mörg lönd eru að þróa sinn eigin stafræna gjaldmiðil og það styttist í að fleiri lönd fari sömu leið. Með tilkomu CBDC verður að endurhugsa margt í samfélögum og þá sérstaklega bankastarfsemi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS-ritgerð-Lokaskil - Mikael.pdf | 411.04 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
LOKAVERKEFNI.pdf | 233.57 kB | Lokaður | Yfirlýsing |