is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40821

Titill: 
  • Stjórnunarstílar í íþróttahreyfingunni á Íslandi: Er munur á stjórnunarstíl stjórnenda milli íþróttagreina á Íslandi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í gegnum tíðina hafa þjálfarar í íþróttafélögum mikið verið rannsakaðir og skoðað hvernig þeir haga sinni þjálfun og stjórnun. Markmiðið með rannsókninni er að skoða hvort það sé munur á stjórnunarstíl stjórnenda milli ákveðinna íþróttagreina. Bornir verða saman stjórnunarstílar stjórnenda í handknattleik, knattspyrnu og körfuknattleik sem eru vinsælar hópíþróttir á Íslandi. Rannsóknarspurningin sem reynt verður að svara er svohljóðandi „er munur á stjórnunarstíl stjórnenda milli íþróttagreina á Íslandi?“. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð og tekin viðtöl við sex stjórnendur í íþróttahreyfingunni, tveir viðmælendur úr hverri íþróttagrein. Mikilvægt var að fá jafn marga fulltrúa úr hverri íþrótt til að koma í viðtal til að hafa sambærilegt vægi. Skilyrði fyrir viðmælendur var að vera starfandi sem stjórnandi í íþróttahreyfingunni á Íslandi, hvort sem það er hjá íþróttafélagi eða hjá íþróttasambandi. Niðurstöður rannsóknar voru þær að það er ekki mikill munur á stjórnunarstílum stjórnenda milli þessara þriggja íþróttagreina. Flestir viðmælendurnir voru ekki búnir að velta mikið fyrir sér sérstaklega hvernig þau höguðu sínum stjórnunarháttum. En sömuleiðis töldu þau flest að stjórnunarstílar væru ábyggilega mjög sambærilegir innan þeirrar íþróttagreinar sem þau starfa. Fimm af sex viðmælendum notuðust við keimlíkan stjórnunarstíl þar sem þau treysta mikið á samvinnu og að starfsfólkið sé sjálfstætt í sinni vinnu. Áhugavert reyndist að viðmælendur töluðu mikið um sjálfboðaliða og að það þurfi að stýra þeim á öðruvísi hátt heldur en launuðum aðila. Sjálfboðaliðar eru mikilvægir í íþróttahreyfingunni og stjórnendur verða að passa að missa þá ekki frá sér með of miklum kröfum.

  • Útdráttur er á ensku

    Over the years there have been many studies and researches done on sport coaches and how they manage and coach their players and surroundings. The aim of this study is to examine whether there is a difference in the leadership style of managers between certain sports. The leadership style of managers in handball, football and basketball, which are popular team sports in Iceland, will be compared and evaluated. The research question for this essay is „is there a difference in the leadership style of managers between sports in Iceland?“. A qualitative research method was used and interviews were conducted with six managers in the sports movement, two representatives from each sport. It was important to get as many representatives from each sport so the results would be as equal as possible. A condition for the interviewees was to be employed as a manager in the sports movement in Iceland, whether it is with a sports club or a sports association. The results of the study were that there is not much difference in the leadership styles of managers between these three sports. Most of the interviewees did not think much about the leadership methods they are using. But at the same time, most of them thought that leadership styles were probably very similar within the sport in which they work. Five out of six interviewees use a very similar leadership style where they rely on teamwork and they encourage their employees to be independent. It was interesting to see that the interviewees talked a lot about volunteers and that they need to be managed in a different way than paid employees. Volunteers are important in the sports movement and managers must be careful not to lose them with unreasonable demands.

Samþykkt: 
  • 4.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40821


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð HBG lokaskil.pdf543.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing um meðferð lokaverkefni hbg.pdf11.83 MBLokaðurYfirlýsingPDF