is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40826

Titill: 
  • Dropinn holar steininn: Upplifun fjölmiðla- og stjórnmálafólks af óvæginni umræðu og áreitni á netinu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að kanna upplifun og viðhorf fjölmiðla- og stjórnmálafólks hérlendis af óvæginni umræðu og áreitni á netinu. Með því er ljósi varpað á þau áhrif sem slík umræða og áreitni getur haft í för með sér, bæði á líf þeirra og störf, en ekki síður á lýðræðið. Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við átta einstaklinga úr hópi fjölmiðla- og stjórnmálafólks, en um var að ræða áberandi persónur í þjóðfélaginu. Gögnin úr viðtölunum voru þemagreind ásamt því að verklagi grundaðrar kenningar var beitt til að draga fram helstu niðurstöður. Þær voru síðan settar í samhengi við fræðilega umfjöllun ritgerðarinnar, sem sneri að helstu kenningum fræðimanna og rannsóknum um samfélagsmiðla og netáreitni.
    Niðurstöðurnar leiddu í ljós þrjú meginþemu hvað varðar upplifun viðmælenda og voru þau eftirfarandi: kynjamunur, normalísering og þversagnir. Skýr kynjamunur var á upplifun viðmælenda af netáreitni, bæði hvað algengi hennar, eðlismun og alvarleika varðaði. Þá einkenndist orðræðan að miklu leyti af því að normalísera netáreitni og þá óvægnu umræðu sem henni tengdist. Reynt var að draga úr áhrifum áreitninnar og hún að nokkru leyti álitin eðlilegur fylgifiskur þess að vera opinber persóna. Hvað þversagnir varðaði, skaraðist orðræða viðmælenda oft við fyrri viðhorf þeirra til viðfangsefnisins og varð neikvæðari eftir því sem leið á viðtölin. Greinilega mátti merkja meiri áhrif netáreitni meðal viðmælenda en talið var í fyrstu.

Samþykkt: 
  • 4.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40826


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð_Bríet.pdf677.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlýsing_Bríet.pdf547.98 kBLokaðurYfirlýsingPDF