is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40829

Titill: 
  • "Beint í æð" Áhrif samfélagsmiðla á markaðssetningu líkamsræktarstöðva
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Í þessu lokaverkefni er markaðssetning líkamsræktarstöðva rannsökuð út frá aukinni notkun samfélagsmiðla síðustu ára. Notast var við eigindlega aðferðafræði og voru viðtöl tekin við sérfræðinga á sviði markaðssetningar innan líkamsræktarstöðva í Reykjavík. Sú aðferð var valin til fá upplifun þeirra sem stjórna markaðsmálum innan líkamsræktarstöðva og heyra hver reynsla þeirra er af markaðssetningu síðustu ára með tilkomu samfélagsmiðla.
    Niðurstöður sýndu fram á að kostir stafrænna miðla eins og samfélagsmiðla eru ýmsir. Viðmælendur voru sammála um að möguleikinn að ná til margra stæði þar upp úr. Aðrir kostir eins og eiginleikinn að vera lifandi, persónulegri tengsl og sölulegir ávinningar komu einnig í ljós. Hefðbundin markaðssetning heyrir ekki sögunni til eins og fræðilegar hugmyndir gefa til kynna. Samvinna hefðbundinnar og stafrænnar markaðssetningar þykir vænlegast til árangurs og niðurstöður ýttu undir það. Samfélagsmiðlar sem virðast nýtast stöðvunum best í markaðssetningu eru Facebook og Instagram. Facebook er mest notaði miðillinn í heiminum og Instagram ekki langt undan í vinsældum. Því helst það í hendur að stöðvarnar nýti sér þá miðla sem almenningur notar hvað mest.
    Niðurstöður sýndu einnig fram á margþætt áhrif vegna notkunar samfélagsmiðla. Viðskiptavinir líkamsræktarstöðva eru yngri en áður, þátttaka viðskiptavina er meiri og kostnaður er töluvert lægri en með hefðbundinni markaðssetningu. Áhrifin virtust að mestu leyti vera jákvæð en óhjákvæmilegt að þeim fylgi gallar. Markaðssamskipti í gegnum samfélagsmiðla eru gríðarlega algeng í dag og því áreitið mikið á hinn almenna borgara. Þrátt fyrir það þótti viðmælendum samfélagsmiðlar vera ein besta leiðin í dag til þess að markaðssetja sig.

Samþykkt: 
  • 4.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40829


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bs-ritgerd-1407922339.pdf537.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman-yfirlysing-1407922339.pdf458.59 kBLokaðurYfirlýsingPDF