is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40837

Titill: 
  • Óhefðbundnar sauðfjárlækningar á Íslandi. Fyrr og nú.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA-prófs í þjóðfræði um óhefðbundnar lækningar í sauðfjárrækt. Rannsóknin fjallar um þær lækningaraðferðir sem falla utan hefðbundinna lyf- og skurðlækninga í íslenskum sauðfjárbúskap í dag og áður fyrr. Gögn rannsóknarinnar byggja aðallega á spurningaskrám þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns Íslands og spurningakönnun sem höfundur lagði fyrir sauðfjárbændur í gegnum Facebook. Greint er frá upplýsingum samtímans annarsvegar og áður fyrr hinsvegar og svo reynt að útskýra hversvegna óhefðbundnar lækningaraðferðir hafa breyst í gegnum tíðina.
    Svo virðist sem megnið af þeim sjúkdómsmeðhöndlunum og fyrirbyggjandi aðgerðum sem lýst var af heimildamönnum þjóðháttasafnsins á árunum 1923-1997 séu ekki lengur við lýði. Áður fyrr notuðu menn mikið jurtir til að lækna ýmsa kvilla. Mörg ráð voru til að meðhöndla júgurbólgu og sníkjudýrasýkingar og fyrir nýtingu hinna ýmsu plantna, t.d. tóbaks, til lækninga. Í dag er algengara að reynt sé að meðhöndla eða fyrirbyggja sjúkdóma í lömbum með óhefðbundnum lækningaraðferðum, eða þá að meðhöndla meltingar- og áttengda kvilla í fullorðnu fé. Algengt er að fólk noti AB-mjólk til allra verka, enda er hún handhæg, auðfengin og skaðlaus að mati bændanna, en mikið af öðrum lækningaráðum komu einnig úr eldhúsinu. Svo virðist sem mikið af fyrri þekkingu hafi ýmist glatast eða hún verið dæmd gagnslaus fyrst lítið af henni hefur staðist tímans tönn.

Samþykkt: 
  • 4.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40837


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð óhefðbundnar sauðfjárlækningar.pdf600.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Undirskrift f. skemmu.pdf558.93 kBLokaðurYfirlýsingPDF