en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's) University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/4083

Title: 
  • Title is in Icelandic Bærinn minn - Akranes : kennslutexti um sögu og náttúrufræði Akraness
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Verkefni þetta er samstarfsverkefni höfundar og Akraneskaupstaðar. Hugmyndinni, um gerð kennslubókar sem fjallar að öllu leyti um Akranes, laust niður síðla hausts 2007 og fór strax í gang undirbúningsvinna fyrir það verkefni. Verkefnið felst í því að unnin sé kennslubók um Akranes þar sem farið er yfir sögu svæðisins, jarðfræði nessins, fjallað verði um fjörur bæjarins, Akrafjallið tekið fyrir, auk þeirra þjóðsagna sem svæðið hefur að geyma. Bókin verði gefin út og kennd á miðstigi, 5.-6. bekk, í grunnskólum bæjarins og kennurum veitt leiðsögn um það hvernig best sé að kenna bókina auk þess sem þeim verði kennt að nota umhverfi skólanna til kennslu bókarinnar. Í framhaldi af því verður svo útbúinn námsvefur fyrir þá skólahópa sem koma í bæinn í vettvangsferðir. Ætlunin er að nota efni bókarinnar til gerðar námsefnis fyrir þá hópa og reyna að laða að sem flesta skóla annars staðar að af landinu hingað í bæinn. Höfundi, líkt og starfsfólki grunnskólanna á Akranesi, fannst nauðsynlegt að til væri kennslubók sem kenndi ungum Akurnesingum merka sögu bæjar þeirra. Jafnframt að fá unga nemendur úr herbergjum sínum og út í náttúruna. Fáir bæir á Íslandi státa af jafn fjölbreyttri og fallegri náttúru og Akranesbær hefur innan sinna bæjarmarka. Því var það auðsótt að fá samþykki fyrir þessu verkefni. Farið er yfir sögu bæjarins frá landnámi til okkar tíma. Gerð er grein fyrir þróun byggðar og hvaða atvinnuvegir hafa verið undirstaða búsetu á svæðinu. Að auki er farið lauslega yfir jarðfræði þess þar sem kynnt eru helstu hugtök jarðfræðinnar. Aðalkafli bókarinnar er svo umfjöllun um strandlengju bæjarins sem hefur að geyma fjölda fjörutegunda með tilheyrandi fjölbreytileika lífríkisins. Meðfram textanum eru svo ýmsir reitir sem hafa að geyma margvíslegan fróðleik um bæinn og svæðið í kringum hann. Jafnframt hefur kennslubókin að geyma fjölda verkefna. Fjölmargir hafa lagt lóð á vogaskálarnar við gerð þessa lokaverkefnis og er þakkarlista að finna hér að neðan. Áætlað er að gefið verði út tilraunaeintak af bókinni sem kennt verður í skólum bæjarins. Eftir kennslu bókarinnar verði svo farið yfir verkið með gagnrýnum augum og það fært í endanlegan búning. Með þessu verður hægt að ná fram betri kennslubók sem notast má við næstu árin í grunnskólum Akraness.

Accepted: 
  • Nov 3, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4083


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Hjalmur_Kapa_fixed.pdf112.58 kBOpenKápaPDFView/Open
Hjalmur_Lokaverkefni_HG01_fixed.pdf1.84 MBOpenMeginmálPDFView/Open
Hjalmur_Titilsida_fixed.pdf30.65 kBOpenTitilsíðaPDFView/Open