is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40841

Titill: 
  • ,,Hin fullkomna kona“: Eigindleg rannsókn á upplifun ungra kvenna af fegrunaraðgerðum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Undanfarna áratugi hefur fegrunaraðgerðum fjölgað mikið og í kjölfarið hafa rannsóknir í auknum mæli beinst að þeim félagssálfræðilegu þáttum sem gera það að verkum að fólk fer í slíkar aðgerðir. Konur eru í miklum meirihluta þeirra einstaklinga sem undirgangast fegrunaraðgerðir. Sögu fegrunaraðgerða má rekja langt aftur en þróun í tækni og vísindum hafa gert fegrunaraðgerðir bæði aðgengilegri, öruggari og sýnilegri. Þróun í læknavísindum hefur spilað stóran þátt en sömuleiðis aukin netnotkun þar sem sífellt birtast okkur myndir af „hinni fullkomnu konu“ sem er gjarnan falin bakvið glansmynd, myndvinnsluforrit eða fegrunaraðgerðir.
    Hér á landi eru tölulegar upplýsingar um framkvæmdar fegrunaraðgerðir af skornum skammti. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hver upplifun ungra kvenna er af fegrunaraðgerðum og öðlast dýpri skilning á þeim ástæðum sem liggja að baki ákvarðanatöku í tengslum við aðgerðirnar. Framkvæmd var eigindleg rannsókn vorið 2022 þar sem tekin voru viðtöl við sex konur á aldrinum 21-33 sem allar höfðu undirgengist eina eða fleiri fegrunaraðgerðir. Niðurstöður benda til þess að samfélags- og fjölmiðlar eigi þátt í normalíseringu fegrunaraðgerða en ásamt því spila áhrifavaldar á borð við Kim Kardashian þátt í því að skapa ímyndina um „hina fullkomnu konu“. Þá mátti greina skýr jákvæð áhrif aðgerðanna á sjálfstraust og líkamsímynd kvennanna en þó voru viðmælendur ýmist á því máli að máli að þróun fegrunaraðgerða gæti verið varhugaverð.

Samþykkt: 
  • 4.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40841


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
,,Hin fullkomna kona“ - AS og ÁS.pdf469.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman yfirlysing as og ás.pdf219.32 kBLokaðurYfirlýsingPDF