Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40842
Fasteigna- og hlutabréfaverð hafa tekið miklum breytingum síðastliðin ár og margir velt því fyrir sér hvort stýrivaxtabreytingar sé helsta orsök hækkunar. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hver áhrifin stýrivaxtabreytinga væru á fasteigna- og hlutabréfaverð og hvaða ytri þættir hafa áhrif á verðmyndunina á markaðnum. Mikil áhersla er lögð á verðmyndunina og hvaða fræðilegur grunnur liggur þar að baki. Ásamt því að fara yfir fræðilega verðmyndun þá er lögð fram rannsókn þar sem notuð voru gögn frá árunum 2016 til 2021. Við greiningu þessara gagna var notað VAR líkan sem gerir rannsakandanum kleift að meta áhrif allra breyta í líkaninu á hvor aðra þar sem notast var við mánaðarleg gögn. Niðurstöðurnar voru þær að helsta orsök hækkunar á fasteignaverði var kauphegðun einstaklinga, ásamt aukinni skuldsetningu einstaklingsins
í kjölfar lægri stýrivaxta. Einstaklingar gera einnig ráð fyrir áframhaldandi hækkunum sem drífur fasteignaverð upp. Orsök hækkunar á hlutabréfaverði mátti rekja til aukningar á veltu og eftirspurnar í kauphöll. Niðurstöðurnar sýndu hins vegar fram á að aukin verðbólga keyrir hlutabréfaverð upp einnig. Samkvæmt niðurstöðum þá hafa stýrivextir áhrif á fasteigna- og hlutabréfaverð en hins vegar ekki jafn mikil áhrif og aðrir áhrifaþættir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS-KK1-1.pdf | 1.35 MB | Lokaður til...01.06.2023 | Heildartexti | ||
skemman.pdf | 301.66 kB | Lokaður | Yfirlýsing |