Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40844
Forvarnir gegn vímuefnum eru mikilvægar í öllum samfélögum þar sem að vímuefnaneysla er alvarlegt lýðheilsumál. Mikilvægt er að hafa sjónarhorn félagsfræðinnar að leiðarljósi þegar forvarnir eru annarsvegar þar sem félags- og umhverfisþættir hafa gríðarlega mikil áhrif á upphaf vímuefnaneyslu ungmenna. Í flestum samfélögum er forvarnarstarf í skólum, þar sem að auðveldast er að ná til flestra ungmenna á þeim viðkvæma aldri félagsmótunar. Áhrif félagsmótunar getur bæði haft jákvæð og neikvæð áhrif á vímuefnaneyslu ungmenna og því er mikilvægt að samfélagið sem heild stefni að sameiginlegu markmiði forvarna. Íslenskt samfélag hallast frekar að hamlandi stefnu gegn vímuefnum þar sem að réttarvörslukerfið tekur á fíkniefnabrotum og áhrifamiklar stofnanir líkt og skólar eru með stefnu sem spornar gegn vímuefnaneyslu. Helstu markmið forvarna eru að koma í veg fyrir ólögleg vímuefni og seinka neyslu á löglegum vímuefnum. Niðurstöður rannsókna sem hafa skoðað áhrif forvarnaráætlananna DARE annars vegar og íslenska forvarnarmódelsins hins vegar sýna að þær hafa jákvæð áhrif á viðhorf ungmenna til þeirra alvarlegu afleiðinga sem vímuefnaneysla getur leitt til. Áhrif forvarna ná samt sem áður ekki yfir langan tíma og því frekar talin hafa skammtímaáhrif.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_Lokaritgerð_Una_Lára.pdf | 477,59 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.JPG | 573,85 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |