is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40847

Titill: 
  • "Ég fattaði ekki styrkinn í því að biðja um hjálp": Upplifun og reynsla einstaklinga af starfsendurhæfingu á Akureyri í kjölfar kulnunar og væntingar þeirra til framtíðar
  • Titill er á ensku "I didn't recognize the strength in asking for help": Individuals' experience of vocational rehabilitation in Akureyri following a burnout and their expectations to future educational and vocational careers
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða upplifun og reynslu einstaklinga af starfsendurhæfingu á Akureyri í kjölfar kulnunar, ásamt því að fá innsýn í hverjar væntingar einstaklinganna eru til framtíðar náms- og starfsferils. Rannsóknin var byggð á eigindlegri aðferðafræði og tekin voru viðtöl við sex einstaklinga sem höfðu lokið við starfsendurhæfingu eða voru langt komin í sínu starfsendurhæfingarferli. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á hina ýmsu þætti í umhverfi skjólstæðinga starfsendurhæfingastöðva á Akureyri sem hafa áhrif á kulnunarferli þeirra. Meðal annars mikið og langvarandi álag, áföll, samskiptaerfiðleikar við yfirmenn, áföll tengd barneignum og andleg veikindi. Þessir þættir eiga það flestir sameiginlegt að hægt hefði verið að vinna á þeim með fyrirbyggjandi aðgerðum og mögulega koma í veg fyrir kulnun, þótt ekki sé tilefni til staðhæfinga í þeim málum. Hagnýtur ávinningur niðurstaðna rannsóknarinnar geta nýst til að skjólstæðingar gætu þekkt varúðarmerkin í framtíðinni ef svipaðar aðstæður birtast hjá þeim. Niðurstöðurnar benda til og gefa í raun skýra mynd af því að ekki allir vita af þessu úrræði sem starfsendurhæfing er og enda þeir einstaklingar oft í því að harka af sér áfram í vinnu eða eyða miklum tíma á atvinnuleysisbótum sem mætti þá frekar nota í starfsendurhæfingu. Þannig gætu þessar niðurstöður gagnast náms- og starfsráðgjöfum á þann hátt að veita meiri fræðslu um þetta úrræði fyrir þá sem eru á þessum stað í lífinu. Að auki sýndu niðurstöður fram á að ekki voru allir á eitt sáttir við áhrif Covid-19 á starfsendurhæfingarferlið, þar sem einstaklingar misstu niður tíma í starfsendurhæfingu þar sem starfsendurhæfingarferli þeirra var stytt. Covid-19 hafði víðtæk áhrif að mati viðmælenda og ekki síst þegar kom að raski á daglegri rútínu því það reyndist viðmælendum erfitt að missa taktinn í daglegu lífi. Ennfremur jókst félagsleg einangrun viðmælenda á tímum Covid-19 en fyrir var sá tími krefjandi vegna veikinda og kulnunar og einangrun á þeim tíma gerði aðstæður þeirra talsvert erfiðari. Í heildina upplifðu viðmælendur aukið sjálfstraust að lokinni endurhæfingu og upplifðu sig opnari fyrir nýjum leiðum á vinnumarkaði eða í námi. Þeir horfa jákvæðum augum til framtíðar og vilja nýta hæfileika sína sér til ánægju.

  • Útdráttur er á ensku

    The main purpose of this study was to explore individuals‘ experience of vocational rehabilitation in Akureyri following a burnout, as well as to get insight into their expectations to their future educational and vocational careers. The study was based on qualitative methodology and six individuals, that had either finished their rehabilitation process or had come a long way with it, were interviewed. The results of the study show the various factors in the environment of vocational rehabilitation clients in Akureyri that affect their burnout process. For example heavy and prolonged stress, trauma, communication issues with supervisors, trauma related to childbirth and mental illnesses. Most of these factors have in common that they could have been worked on with preventive measures and possibly prevented the burnout these individuals experienced, although there is no reason to make statements in those cases. One practical benefit of the results of the study could be that clients could know the warning signs in the future if similar conditions appear. The results indicate and give a clear picture that not everyone knows about vocational rehabilitation and they often end up working hard or spend a lot of time on unemployment benefits and that time could be used in vocational rehabilitation instead. These findings could benefit career counselors in a way that provides more education about this resource for individuals who are at this point in life. In addition, the results showed that not everyone was satisfied with the effect of Covid-19 on the vocational rehabilitation, as individuals lost time in the rehabilitation process and the rehabilitation process was shortened. Covid-19 had extensive effect according to interviewees, especially when it came to disruption on their daily routine as it proved difficult for them to lose their rhythm in their daily lives. Furthermore, the social isolation of the interviewees increased during Covid-19, which was already challenging for them due to their illnesses and burnout and isolation during this time made circumstances considerably more difficult. Overall, the interviewees experienced increased self-confidence after rehabilitation and felt more open to new ways in the labor market or in education. They look positively to the future and want to use their talents for pleasure.

Samþykkt: 
  • 4.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40847


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararannsókn - Helena Sif Guðmundsdóttir.pdf525.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf761.51 kBLokaðurYfirlýsingPDF