is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40850

Titill: 
 • Titill er á ensku The Body at Work: Literary Representations of Labor in Medieval Iceland
Námsstig: 
 • Meistara
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Ágrip
  Í ritgerð þessari er leitast við að varpa ljósi á það hvernig íslenskar fornsögur draga upp mynd af líkamlegri vinnu. Þótt margir fræðimenn hafi leitast við að endurskapa félagslegar, efnahagslegar og lagalegar aðstæður sem ríktu á Íslandi á miðöldum, hafa fáir fjallað um almenn viðhorf Íslendinga á miðöldum til tilverunnar, og þá sérstaklega ekki til líkamlegarar vinnu. Í inngangi rannsóknarinnar er fjallað um sagnfræðilega hefð sem kenna má við frjálshyggju þar sem hinum „frjálsa norræna bónda“ er hampað. Hann átti sjálfur jörð sína í samfélagi þar sem var tiltölulega lítið um skipulag og stigveldi. Gegn þessu er því haldið fram að félagslegar breytingar samfara samþjöppun eigna hafi haft úrslitaáhrif á það hvernig Ísland þróaðist í áranna rás, og að bæði sagnaritararnir og ætlaðir viðtakendur sagnanna hafi verið meðvitaðir um þessar breytingar. Samfélagið greindist í þrjá hópa, eins og það birtist í miðaldabókmenntum: þrælar, frjálsir menn og höfðingjar, en myndin sem dregin er upp af þessum hópum kemur á mismunandi hátt fram í sögunum. Þó það komi á óvart hvað birtingarmynd þessara hópa er fjölbreytt, er eigi að síður hægt að fullyrða að fyrir hvern hópinn megi sjá eðilegt og óeðlilegt samband við líkamlega vinnu. Það má setja í samband við eðli félagslegra tengsla í íslensku miðaldasamfélagi. Þrælar eru gjarnan settir á sama stall og húsdýr og í lýsingu á vinnu þeirra er oft lögð áhersla á líkamleika þeirra. Aftur á móti þurfa frjálsir menn að sinna skyldum leiguliðans, greiða gjöld og jafnframt vinna landbúnaðarverk. Mesti fjölbreytileikinn er ef til vill hjá höfðingjunum, en þeim er í senn lýst sem upprennandi aðli, um leið og þeir fá virðingu og réttlætingu sem búhöldar sem gjarnan taka sjálfir til hendinni. Niðurstaðan er að sögurnar endurspegla ekki hagsmuni einnar stéttar, þótt viðhorf höfðingja séu áberandi, heldur mjög sundurleita blöndu af viðhorfum sem rekja rætur sínar til átaka og breytinga sagnaritunartímans.

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  This work seeks to understand the representation of labor in the medieval Icelandic sagas. Where much scholarship has been devoted to reconstructing the social, economic, and legal conditions that prevailed in medieval Iceland, fewer works have been devoted to the medieval Icelandic worldview generally, and attitudes towards labor more
  specifically. Framing the discussion is an intervention into the liberal historiographical tradition referred to as the “free Viking peasant,” which stressed the relative importance of freeholding farmers, and relative absence of structures and hierarchy. Against this, it is argued that the social changes and concentration of wealth were not just decisive in the historical development of Iceland, but also that both saga authors and audience seem to have been aware of these changes. Three major classes are identified in the medieval literature: slaves, free laborers, and chieftains, and the representation of these classes is broken down into different tropes that expand across the saga corpus. Although we do find surprising heterogeneity in the representations of these groups, we can nevertheless state that for each of these social groups, there are appropriate and inappropriate relationships to labor which speak more generally to the social relations of medieval Iceland. Slaves are symbolically aligned with the animal and their labor often emphasizes their embodiment, whereas free laborers had to navigate the duties of tenantry, rentpaying, and of course the realities of agricultural labor. Where we perhaps find the greatest diversity is with the chieftains, who are simultaneously represented as a budding aristocratic class, while also drawing pride and legitimation from their role as farmers. What we find is not one monolithic class interest reflected in the sagas, although the chieftain interest is indeed strong, but a highly heterogeneous mixture of beliefs that speaks to the tensions and transformations of the age of saga production.

Samþykkt: 
 • 4.5.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40850


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Pomrenke-HI-MA-Thesis.pdf1.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Pomrenke-MA-Thesis-Declaration.pdf289.91 kBLokaðurYfirlýsingPDF