Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40853
Við lifum á tímum mikilla tækniframfara, gjaldmiðlar hafa mikið þróast sl. 4.000 árin og hlutverk þeirra einnig, þá sérstaklega hratt frá komu tilskipunarpeninga (e. fiat money). Tækninýjungar í greiðslumiðlun og verðmætageymslu hafa ekki setið á hakanum sl. áratugi en árið 2009, í kjölfar bankahrunsins var rafmyntin bitcoin gefin út. Með henni átti að umbreyta gjaldmiðlum og greiðslumiðlun en var hún kynnt sem gjaldmiðill sem var óháður miðstýringu stjórnvalda. Það sem margir áttuðu sig hins vegar ekki á að með rafmyntinni komu ýmsar tækninýjungar eins og bálkakeðjan (e. blockchain) sem hægt er að nota til greiðslumiðlunar, verðmætaskráningu o.fl. Árið 2014 komu snjallsamningarnir (e. smart contract) en með þeim var gert tveimur aðilum eða fleiri kleift að gera samning án aðkomu þriðja aðila. Samningarnir virka þannig að skilmálar samnings virkjast ekki fyrr en skilyrði hans hafa verið uppfyllt. Heimurinn hefur átt mjög erfitt með að samþykkja hugmyndafræði rafmynta en talnagögn sýna að notkun og virði hafa verið að aukast gríðarlega frá komu þeirra. Rafmyntaiðnaðurinn er töluvert stærri á Íslandi en margir myndu halda. Íslendingar eru byrjaðir að nota og stunda viðskipti með rafmyntir í auknu magni skv. könnunum hérlendis, iðnaðurinn snýst þó ekki einungis um notkun þeirra, heldur einnig öflun þeirra með námugreftri (e. mining). Á Íslandi er mikið af endurnýjanlegri orku og hana er hægt að nýta til að starfrækja gagnaver á mjög samkeppnishæfum kjörum. Mörg gagnaver eru hérlendis og langflest þeirra nýtt til námugraftar.
Stjórnvöld víða um heim hafa átt erfitt með að mynda staðlað regluverk í kringum myntirnar og hafa þær mismunandi skilgreiningar eftir ríkjum. Íslensk stjórnvöld hafa þegar sett lög um rafmyntir sem þeir vilja þó kalla ,,sýndarfé“. Seðlabanki Íslands hefur nú þegar tekið málaflokkinn föstum tökum og sett á laggirnar framtíðarhugmynd um íslenska „rafkrónu“. Erfitt er að spá um framtíð rafmynta en víst er að möguleikarnir eru miklir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS.Ritg.AE.Skil.2022.pdf | 643.24 kB | Lokaður til...12.07.2026 | Heildartexti | ||
Yfirlysing.AE.2022.pdf | 234.68 kB | Lokaður | Yfirlýsing |