Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40854
Þrátt fyrir að fáir hafi heyrt um leitarsjóði, þá eru leitarsjóðir ein örast vaxandi grein fjárfestingarsjóða í heiminum þessa stundina þar sem 114 slíkir sjóðir voru stofnaðir árin 2018-2019. Lítið er af upplýsingum og heimildum um leitarsjóði þar sem vinsældir þeirra eru enn býsna nýlegar.
Leitarsjóðir veita reynslulitlum en öflugum einstaklingum, oftar en ekki útskrifuðum MBA nemum, tækifæri á því að eignast og reka sitt eigið fyrirtæki án þess að þurfa að stofna það alveg frá grunni. Geta þessir einstaklingar stofnað leitarsjóð og orðið leitarar. Síðan með aðstoð reynslumikilla fjárfesta hafið leit og fjárfest i fyrirtæki. Í framhaldinu er helsta markmið þeirra að auka verðmæti fyrirtækisins yfir næstu fjögur til sjö árin áður en fyrirtækið er svo selt hærra verði en keypt var á.
Á Íslandi er nú verið að stofna fyrsta sérhæfða rekstraraðilann sem mun leggja áherslu á fjárfestingar í leitarsjóðum og kaupum á fyrirtækjum, Leitar Capital Partners ehf. Fyrsti sjóður þess aðila áætlar að hefja störf sín á næstu misserum og stefnir sjóðurinn á að fjárfesta í um það bil sex leiturum og leitarsjóðum og gerir ráð fyrir að kaupa allt að sex fyirtæki.
Í þessari ritgerð verður byrjað á því að kynna hvað leitarsjóðir eru og sögu þeirra allt frá árinu 1984 þegar fyrsti leitarsjóðurinn var stofnaður. Verður farið ítarlega yfir ferli letarsjóða og hlutverk leitara og fjárfesta í því ferli. Auk þess verður farið yfir hvernig fyrirtæki leitarsjóðir leitast eftir að fjárfesta í og hvaða grunnviðmið fyrirtækin þurfa að upfylla. Fjármál leitarsjóða verða einnig skýrð og farið yfir hvernig eignarhlutur leitara kemur til með að vera. Að lokum kemur að Íslandi og leitarsjóðum þar sem fjallað verður um fyrsta íslenska leitarsjóðinn sem hefur störf sín á næstu misserum og hvaða fjárfestingamöguleikar eru fyrir hendi.
Niðurstöðurnar munu gera grein fyrir hvað leitarsjóðir eru og hvort tækifæri eru fyrir slíka sjóði hér á landi útfrá heimildum úr skýrslum og rannsóknum háskólanna Stanford og IESE á erlendum leitarsjóðum sem og markaðsgreiningu Leitar Capital Partners ehf..
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS ritgerðin Final (pdf).pdf | 551,71 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
LOKAVERKEFNI.pdf | 219,38 kB | Lokaður | Yfirlýsing |