is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4086

Titill: 
 • Kennslufræðileg forysta
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í verkefni þessu var sjónum beint að kennslufræðilegri forystu innan skóla. Það er að segja hverjir og hvað það er sem hefur einkum áhrif á hvað er kennt í skólum og hvernig það er gert. Á liðnum árum hefur það færst í aukana að skólar marki sér stefnu varðandi kennslufræði. Rannsóknin var framkvæmd í tveimur grunnskólum og tilraun gerð til þess að greina í hverju kennslufræðileg forysta fólst í hvorum skólanum fyrir sig. Annar skólanna var með stefnu sem fól í sér einstaklingsmiðað nám en hinn skólinn starfaði samkvæmt hefðbundnu skipulagi skóla.
  Spurningarnar sem lágu til grundvallar rannsókninni voru þessar: Hver er helsti munurinn á kennslufræðilegri forystu í skóla sem starfar samkvæmt hefðbundnu skipulagi og skóla sem starfar eftir stefnumörkun um einstaklingsmiðað nám? Ennfremur að hve miklu leyti eru kennarar og stjórnendur kennslufræðilegir leiðtogar og hvernig hafa þeir áhrif á þróun kennsluhátta?
  Gagna var aflað með eigindlegum rannsóknaraðferðum. Tekin voru einstaklingsviðtöl við tvo stjórnendur og þrjá kennara í hvorum skóla, samtals tíu viðtöl. Einnig var ein þátttökuathugun gerð í hvorum skóla.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að í skólanum sem starfar eftir stefnu um einstaklingsmiðun í námi var kennslufræðileg forysta miðlæg í störfum stjórnenda og kennara. Stjórnendur reyndu að hafa áhrif á kennslufræðina í skólanum með stefnuna í huga. Kennarar upplifðu einnig að þeir gætu haft áhrif á ákvarðanir og breytingar. Samvinna fagfólksins var ríkulega byggð inn í starfshætti skólans og átti þátt í að skapa lærdómssamfélag í skólanum þar sem kennarar höfðu markvisst áhrif á starfshætti hvers annars.
  Í skólanum sem starfaði eftir hefðbundnu skipulagi voru stjórnendur einkum uppteknir við daglega umsýslu og var kennslufræðileg forysta ekki miðlæg í störfum þeirra. Kennararnir höfðu mest áhrif á þróun kennsluhátta og innra starf skólans. Það var því mest undir áhuga hvers og eins kennara komið hvernig þróun skólastarfsins var háttað. Samvinna var ekki byggð inn í starfshætti skólans nema að litlu leyti. Kennarar yngri nemenda unnu oftast saman að skipulagningu kennslu en aðrir kennarar unnu mest einir við skipulag eigin kennslu. Samstarf kennara um fagleg málefni var því takmarkað.

Samþykkt: 
 • 4.11.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4086


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokav.pdf246.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna