Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40860
Innflytjendur á Íslandi eru sá samfélagshópur sem hefur því mest stækkað í íslensku samfélagi. Það gerir hann að hóp sem að vert er að skoða í félagsfræðilegu samhengi til að fá heildarsýn á íslenskt samfélag. Ritgerð þessi er megindleg félagsfræði rannsókn og markmiðið hennar er að skoða kynslóðarmun á þremur pólskum kynslóðum innflytjenda á Ísland. Kynslóðamunurinn er skoðaður út frá viðhorfum þeirra til trúar, jafnréttis á Íslandi, menntakerfisins og vinnumarkaðar. Stuðst verður við fyrrum rannsóknir á aðlögun og stöðu innflytjenda. Einnig er stuðst við félagsfræðilegu kenningarnar um félagsmótun, habitus og auðmagn. Spurningalistakönnun var framkvæmd og birt á Facebook hóp pólskra innflytjenda á Íslandi. Þátttakendur könnuninnar voru því pólskir innflytjendur á Ísland af fyrstu, 1.5 og annarri kynslóð. Tölfræðileg gagnaúrvinnsla var framkvæmd með tölfræðiforritinu SPSS. Framkvæmd voru Kí-kvaðrat próf, ANOVA próf og fjölbreytu aðhvarfsgreiningar til að greina niðurstöður rannsóknarinnar. Helstu niðurstöður benda til þess að kynslóðamunur er til staðar á trúarlegum viðhorfum og viðhorfum til menntakerfis og annarra ýmsa þátta í íslensku samfélagi. Hins vegar kom í ljós að kynslóðamunur er ekki til staðar á viðhorfum pólskra innflytjenda á Íslandi þegar stjórnað er fyrir lengd búsetu þeirra í landinu. Því virðist lengd búsetu þeirra á Íslandi hafa meiri áhrif á viðhorf þeirra heldur en kynslóðamunur.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_Lokaritgerð_Julita.Irena.pdf | 1.44 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_Julita.pdf | 367.13 kB | Lokaður | Yfirlýsing |