Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40863
Markmið ritgerðarinnar er að skoða hvaða kostnaður leggst á heimilin við kaup og rekstur á rafbíl. Rafbílar hafa verið nokkuð stórt umræðuefni í samfélaginu undanfarin ár og er mikil aukning í innflutningi þeirra hingað til lands. Það er greinilegt að landsmenn eru farnir að líta meira til rafbíla en bíla með öðrum orkugjöfum. Margir velta eflaust fyrir sér hvort og hvenær það sé best að taka stökkið og kaupa sér rafbíl. Rannsókn þessi er upp sett með þremur mismunandi módelum. Aðalkafli ritgerðarinnar fjallar um þrjár mismunandi fjölskyldur með þörf fyrir rafbíla á þremur mismunandi verðbilum. Fjölskylda 1 er par sem kaupir sér rafbíl á verðbili 0 – 5 millj. kr. Fjölskylda 2 er par með eitt barn sem kaupir rafbíl á verðbili 4 – 7 millj. kr. Fjölskylda 3 er par með þrjú börn og kaupir rafbíl á verðbili 6 – 9 millj. kr. Fjölskyldurnar hafa mismunandi forsendur og gera mismunandi kröfur til bíla á sínu verðbili sem getur haft áhrif á val bílsins eins og t.d. drægni og farangursrými. Þegar þessi ritgerð er skrifuð eru um 100 mismunandi tegundir og undirtegundir til af rafbílum á Íslandi. Fjölskyldurnar eru með ákveðnar forsendur fyrir vali á sínum rafbíl og rannsóknin sett upp með ákveðnum breytum sem verður til þess að heildar framboð rafbíla fyrir fjölskyldurnar þrjár eru 38 tegundir. Stuttlega er farið yfir aðgerðir stjórnvalda síðustu ár og einnig virkni bíla með mismunandi orkugjöfum á einfaldan hátt. Umræðan snýr að kostum og göllum við að eiga rafbíl og spáð er um framtíð rafbíla og orkuskipta í landinu. Niðurstöður sýna fram á að rafbílar eru orðnir vel samkeppnishæfir á markaði og má búast við mikilli þróun þeirra á komandi árum bæði í tækninýjungum og lægri framleiðslukostnaði.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| AII - lokaritgerð BS Rafbílavæðing á Íslandi.pdf | 1,39 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
| Yfirlýsing v. lokaritgerðar.pdf | 223,78 kB | Lokaður | Yfirlýsing |