is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40864

Titill: 
  • Upplýsingaskilvirkni íslenska hlutabréfamarkaðarins. Atburðarannsókn á áhrifum afkomutilkynninga á hlutabréfaverð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er athugað hvort að hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi sé skilvirkur. Framkvæmd er atburðarannsókn til þess að svara því hvort markaðurinn sé skilvirkur út frá klassískum kenningum um skilvirkni markaða. Afkoma valdra félaga var skoðuð á tíma afkomutilkynninga og/eða afkomuviðvarana til að meta áhrif slíkra tilkynning á afkomu. Afkomutilkynningar og afkomuviðvaranir eru flokkaðar eftir efnahagslegri þýðingu þeirra, í góðar, slæmar og engar fréttir og kannað sérstaklega hvaða áhrif viðkomandi flokkar tilkynninga hafa á verðmyndun á markaðnum. Tekið var úrtak af 8 félögum sem skráð eru á aðalmarkað kauphallarinnar á Íslandi og afkomutilkynningar og afkomuviðvaranir frá þeim á árunum 2017 til 2021 skoðaðar. Félögin sem um ræðir eru Eik, Festi, Hagar, Icelandair, Marel, Reginn, Reitir og Síminn.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingu um það að markaðurinn bregðist við nýjum upplýsingum á skilvirkan hátt, miðað við hálf-sterku kenninguna um skilvirkni markaða. Takmarkaðar upplýsingar eru þó til um væntingar fjárfesta á íslenskum fjármálamarkaði sem veldur því að leggja þurfti mat á væntingar fjárfesta út frá opinberum upplýsingum frá félögunum sjálfum, sem endurspeglar ekki endilega raunverulegar væntingar markaðarins . Það getur því mögulega leitt til þess að matið á skilvirkni markaðarins sé bjagað að einhverju leyti, en það er erfitt að leggja mat á það með afgerandi hætti. Ef að það tíðkaðist hérlendis að greiningaraðilar myndu birta afkomuspár fyrir félögin á markaðnum og fyrir hvern ársfjórðung opinberlega væri talsvert auðveldara að áætla hverjar væntingar markaðarins væru fyrir hverja og eina afkomutilkynningu. Þá væri mögulega hægt að segja með meira afgerandi hætti hvort að hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi bregðist við nýjum upplýsingum á skilvirkan hátt, því þegar kanna á viðbrögð markaðarins við nýjum upplýsingum aftur í tímann skiptir máli að vera með réttar upplýsingar um væntingar markaðarins þegar upplýsingarnar koma fram. Það gæti því verið mikið virði í því fyrir þá sem stunda viðskipti á hlutabréfamarkaðnum á Íslandi að hafa aðgang að ítarlegum greiningum frá markaðsaðilum, þá sérstaklega fyrir almenna fjárfesta sem ekki búa yfir þeirri greiningarhæfni og þeim tíma sem þarf til að mynda sér væntingar um afkomu félaga á markaðnum.

Samþykkt: 
  • 5.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40864


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Upplýsingaskilvirkni íslenska hlutabréfamarkaðarins.pdf467.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - Skemman.pdf246.85 kBLokaðurYfirlýsingPDF