Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/40868
Í þessu lokaverkefni verður fjallað um innleiðingu seðlabankarafeyris og áhrifin sem notkun hans getur haft í för með sér, einkum hvernig innleiðing mun geta haft áhrif á íslenska fjármálakerfið. Mikilvægi þess að einstaklingar hafi aðgengi að traustum peningum hefur leitt til sérstöðu seðlabanka á greiðslumiðlunarmörkuðum. Tæknivæðingin hefur verið mikil undanfarin ár og áratugi, þá sérstaklega á fjármálamörkuðum. Nýjar leiðir til greiðslumiðlunar hafa boðist einstaklingum vegna tilkomu rafeyris og hefur það haft í för með sér dvínandi þörf fyrir notkun reiðufjár. Staða seðlabanka er að breytast hratt og hlutverk þeirra að tryggja traustan löggjaldmiðil verður sífellt erfiðara með þessari samkeppni. Til að halda í við samkeppnina hafa seðlabankar um allan heim rætt innleiðingu á seðlabankarafeyri. Seðlabanki Íslands er þar ekki undanskilinn, en þar hefur hugmyndin um rafkrónu komið upp á yfirborðið.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Seðlabankarafeyrir - BS ritgerð.pdf | 530.64 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
Skemman_yfirlysing.pdf | 289.99 kB | Locked | Declaration of Access |