is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4087

Titill: 
  • Fimleikahópar eða farþegar : nemendur á gráu svæði í grunnskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi er gagnvirk starfendarannsókn og var unnin úr gögnum og með aðstoð úr einum grunnskóla í Reykjavík í þeim tilgangi að kanna hvernig skólinn tekur á námsvanda tiltekins hóps nemenda sem hér eru nefndir nemendur á gráu svæði. Um er að ræða nemendur sem eru endurtekið rétt við viðmiðunarmörk á skimunum og prófum sem lögð eru fyrir nemendur í skólanum.
    Með því að skoða niðurstöður skimana og prófa úrtaks úr skólanum í einum árgangi frá upphafi skólagöngu þeirra var hópur nemenda skilgreindur sem nemendur á gráu svæði. Valdir voru tveir rýnihópar úr röðum kennara skólans til að greina hvernig skólinn kemur til móts við þarfir nemenda á gráu svæði. Alls tóku tíu umsjónarkennara, einn úr hverjum árgangi, þátt í starfi rýnihópanna. Með virkri þátttöku rýnihópanna er stuðlað að því markmiði verkefnisins að gera góðan skóla betri.
    Niðurstöðurnar benda til þess að kennslufræðileg nálgun á yngsta stigi skólans nýtist nemendum á gráu svæði vel. Á yngsta stigi og upp á miðstig eru viðhafðar fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám en slíkir kennsluhættir eru taldir henta vel þar sem mikil breidd er í námsgetu nemenda. Svo virðist sem betur megi gera í efstu bekkjunum en þar eru kennsluhættir í mun hefðbundnara formi og sveigjanleiki ekki eins mikill. Ennfremur er þörf á að leita leiða til að koma til móts við þá nemendur sem koma inn í skólann á mið- eða unglingastigi og eru með námsvanda sem ekki hefur verið tekið á á yngri stigum. Nemendur á gráu svæði sem búa jafnframt við félagslega veikt bakland er annar hópur sem þarf að huga að sérstaklega.

Samþykkt: 
  • 4.11.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4087


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed.i snidmati.pdf264.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna