is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40873

Titill: 
  • „Þetta er hörkuvinna en ekkert sem kona getur ekki gert“. Reynsla fagkvenna í karllægum iðngreinum og aðgreining kynja á vinnumarkaði
  • Titill er á ensku "This is a hard work but nothing a woman can not do." Women in trades experience in male industries and gender segregation in the labor market
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis er að skyggnast inn í reynsluheim iðnmenntaðra kvenna sem starfa í iðn þar sem karlar eru í miklum meirihluta. Tilgangurinn er að öðlast innsýn í stöðuna eins og hún er í dag en einnig að athuga hvaða breytingar þurfa að eiga sér stað til að fleiri konur sæki um nám í umræddum greinum. Unnin var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við sex konur á aldrinum 27–47 ára sem hafa starfað í greinum innan byggingargeirans í fimm ár eða lengur. Niðurstöður benda til þess að viðhorf til kvenna í þessum greinum séu smám saman að breytast til hins betra. Að mati viðmælenda er viðhorf flestra jákvætt en þrátt fyrir það virðast hugmyndir samfélagsins um karlmanninn sem leiðtoga og þekkingarbrunn á þessu sviði vera ansi rótgrónar. Þetta telja viðmælendur að eigi rætur sínar að rekja til staðalímynda. Í því samhengi virðist starfsreynsla eða staða engu máli skipta, almenningur leitar frekar til karla en kvenna eftir svörum eða upplýsingum og birtist valdamunur kynjanna á starfsvettvangi sterkt í slíkum aðstæðum. Valdamunur birtist einnig í kynbundnum launamuni sem var áberandi og flestir viðmælendur höfðu upplifað sjálfir. Það er áminning um að þótt hlutirnir þokist í rétta átt ‏sé enn langt í land hvað varðar jafnrétti kynjanna innan iðngreina. Þrátt fyrir að flestir viðmælendur þessarar rannsóknar hafi mætt hindrunum í starfi sínu, vegna kynjafordóma, eru þær allar ánægðar í starfi í dag. Breytingar sem þær myndu vilja sjá eru að konur í karllægum störfum verði sýnilegri, að umræða og viðhorf til iðnnáms verði styrkt og að starfsandinn sem einkennir þetta vinnuumhverfi verði bættur.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this research is to gain an insight into the world of women with vocational education who work in industries where men are in the vast majority. The purpose is to look at the current situation of women in trades, but also to examine what changes need to be made to get more women to apply for studies in this field. A qualitative study was conducted in which six women aged 27–47 were interviewed, all of whom had worked in the construction industry for five years or more. The results indicate that attitudes towards women in this industry are gradually changing for the better. Nowadays most people have a positive attitude towards women in trades, according to the interviewees. Despite that, notions about the man as the leader and fountain of knowledge in this field seem to be quite ingrained in society, which the interviewees believe stems from stereotypes. Having experience or being in a managerial position does not seem to matter, the public seeks answers and information from men rather than women, and can be seen in the power divide between gender in this field is strong in such situations. The power divide between gender was also reflected in the gender wage gap, which was noticeable and most of the interviewees had experienced it themselves. It is a reminder that even though things are moving in the right direction, there is still a long way to go for gender equality in this industry. Even though most of the interviewees in this study have had to face obstacles in their working environment, due to gender prejudice, they are all content in their workplaces today. They would like to see changes in the industry; that women in male-dominated occupations would be more visible, that discussion and attitudes towards vocational education would be reinforced, and that the working environment would be improved.

Samþykkt: 
  • 5.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40873


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð. Þetta er hörkuvinna en ekkert sem kona getur ekki gert.pdf708,21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.Skemman.pdf175,91 kBLokaðurYfirlýsingPDF