Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40874
Markmið rannsóknarinnar var að öðlast innsýn í reynslu og upplifun reynslumikilla náms- og starfsráðgjafa sem nýtt hafa hópráðgjöf með árangursríkum hætti. Framkvæmd var blönduð rannsókn þar sem styrkleikar eigindlegra og megindlegra rannsóknaraðferða fengu að njóta sín. Stuðst var við eigindlega gagnasöfnun til að varpa sýn á styrkleika, takmarkanir og tækifæri hópráðgjafar með augum sérfræðinga. Þá var einnig markmið að fá að kynnast viðhorfum náms- og starfsráðgjafa í garð hópráðgjafar og reynslu þeirra. Í því skyni var spurningalisti lagður fyrir starfandi náms- og starfsráðgjafa í grunn-, framhalds- og háskólum á Íslandi. Lykilniðurstöður eigindlegrar gagnasöfnunar benda til að sérfræðingar í notkun hópráðgjafar telja tímaskort vera helstu hindrun við innleiðingu slíkrar ráðgjafar í starfi náms- og starfsráðgjafa. Niðurstöður fjölda rannsókna sýna að náms- og starfsráðgjafar séu mjög bundnir af persónulegri ráðgjöf sem tekur mikið rými í daglegu starfi. Skýr mörk þarf til að náms- og starfsráðgjafar öðlist tækifæri til að sinna þeim fjölmörgu verkþáttum sem starfið krefst. Lög og reglugerðir kveða á um rétt allra nemenda að aðgengi að náms- og starfsráðgjöf og hópráðgjöf skapar raunverulegt tækifæri til að ná til fjöldans á skemmri tíma. Að mati viðmælenda verða breytingar ekki án stefnumótunar né án skýrari skilgreininga á starfslýsingum ráðgjafa á hverju skólastigi. Þá telja þær að innleiðing hópráðgjafar gæti stuðlað að því að allir nemendur hafi aðgang að náms- og starfsráðgjöf sem og skipulagðri náms- og starfsfræðslu hjá sinni menntastofnun. Niðurstöður rannsóknar leiddu enn fremur í ljós að viðmælendur töldu hópráðgjöf vera einkar gagnlegt inngrip til að sporna gegn brotthvarfi frá námi og til að mæta nemendum hvar sem þeir eru staddir, náms- eða félagslega.
Megindlegar niðurstöður sýndu fram á afgerandi áhuga svarenda í garð hópráðgjafar. Náms- og starfsráðgjafar nefndu að áhugi og vilji væri til staðar en að tími væri takmarkaður. Flestir þekktu til hópráðgjafar í gegnum íslenska hópráðgjafarkerfið WATCH. Mikill meirihluti þátttakenda lýsti yfir áhuga á að auka við fagþekkingu sína á sviði hópráðgjafar og svöruðu 85% því jákvætt að hafa áhuga á að taka þátt í námskeiði í hópráðgjöf ef það stæði þeim til boða.
This research incorporated a mixed methods research approach, with its main purpose being to gain insight into the experiences of qualified, well-practiced vocational and career counselors who have successfully practiced group counseling methods. The research was supported with qualitative data meant to shed light on the strength and limits of group counseling and the opportunities it represents, through experts’ eyes. An additional aim of the research was to present the views of current vocational and career counselors and their knowledge and experiences of group counseling. For that purpose, a survey was submitted for completion by vocational and career counselors working in Icelandic elementary schools, secondary schools, and universities. The main results of the qualitative data indicate that experts consider lack of time as the greatest hindrance to its wider implementation. Former research shows that vocational and career counselors are bound by time-consuming personal counseling. Clear boundaries are necessary in order for vocational and career counselors to be able to manage the many tasks demanded by their line of work. Laws and regulations guarantee all students the right to access vocational and career counseling services, and group counseling creates real opportunities to reach larger groups in a shorter amount of time. In the interviewees’ opinions, such changes would necessitate clearer definitions of counselors’ job requirements at all school levels. The results of the research additionally revealed that interviewees considered group counseling to be an exceedingly practical innovation which could be of great use to vocational and career counselors in their work with students in various ways, regardless of students’ specific academic status and societal circumstances. The quantitative results demonstrated respondents’ decisive interest in group counseling, with vocational and career counselors affirming that interest and desire were present, but time was limited. Most respondents were familiar with group counseling by way of the Icelandic group counseling programme WATCH. A great majority of respondents expressed a desire to gain further professional training in the field of group counseling.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing Skemman.pdf | 108,81 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Lokaritgerð - Aldís Anna Sigurjónsdóttir-converted.pdf | 589,16 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |