Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40884
Vinsældir samfélagsmiðla aukast með hverju árinu og því er mikilvægt að rannsaka þau áhrif sem þeir kunna að hafa á einstaklinga innan samfélagsins sem og hlutverkin sem þeir gegna í samfélaginu. Á sama tíma virðast kröfur til mæðra að aukast og því áhugavert að skoða hvernig birtingarmyndir móðurhlutverksins inni á samfélagsmiðlum hefur áhrif á móðurhlutverkið. Í þessari rannsókn var það sjónarhorn rannsakanda að skoða áhrif samfélagsmiðla á móðurhlutverkið með því að athuga upplifun og reynslu ungra íslenskra mæðra, á aldrinum 18-25 ára með fyrsta barn, af samfélagsmiðlum. Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð og tekin voru viðtöl við fimm mæður, sem síðar voru umrituð og greind í viðeigandi þemu. Leitast var við að skoða hvort að áköf mæðrun (e. intensive mothering) eða nýja mæðrahyggjan (e. the new momism) endurspegluðu upplifun mæðranna af samfélagsmiðlum. Þau hugtök vísa til þess að mæður eigi að vera fullkomnar þegar kemur að öllu sem tengist barnauppeldi og umönnun þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að áköf mæðrun (e. intensive mothering) og nýja mæðrahyggjan (e. the new momism) lituðu frásagnir mæðranna og birtist þessi mæðrun þeim sem hin rétta og verðuga mæðrun. Það leiðir til að mynda til ákveðins mynsturs varðandi kauphegðun, samanburð og í sumum tilfellum samviskubits. Notaðar voru kenningar heimspekingsins Michel Foucault til að útskýra tengslin á milli þess hvernig móðurhlutverkið birtist inni á samfélagsmiðlum og hvernig mæður upplifðu að þær þyrftu að vera í móðurhlutverkinu. Einnig var stuðst við kenningar Leon Festinger um félagslegan samanburð til þess að útskýra þann samanburð sem mæðurnar upplifðu.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Áhrif samfélagsmiðla á móðurhlutverkið-ofurmömmur á instagram.pdf | 450,86 kB | Lokaður til...01.05.2122 | Heildartexti | ||
| Untitled_Artwork.pdf | 606,72 kB | Lokaður | Yfirlýsing |