is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40888

Titill: 
  • "... það vill enginn mismuna": Hvert er mat mannauðsstjóra skipulagsheilda, hefur jafnlaunavottun minnkað launamun kynjanna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni rannsóknarinnar var að skoða álit tíu viðmælenda hjá skipulagsheildum með yfir fjögur hundruð starfsmenn á innleiðingu jafnlaunastaðalsins og hvort framkvæmd jafnlaunaúttektar hafi jafnað launamun kynjanna. Jafnlaunastaðlinum og jafnlaunavottun er ætlað að gæta jafnræðis þannig að jafnverðmæt störf feli ekki í sér kynbundinn launamun. Innleiðing jafnlaunastaðalsins og framkvæmd jafnlaunaúttektar felur í sér að öll frávik í launagreiningu skipulagsheildar eru skoðuð af vottunaraðila. Rannsakandi leitast við að fá fram hvernig viðmælendur bregðast við athugasemdum sem fram koma í jafnlaunavottun og hvert er þeirra mat og verklag við að taka á þeim frábrigðum sem upp koma. Rannsakandi framkvæmdi eigindlega rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við mannauðsstjóra sem hafa hvað mesta reynslu af jafnlaunavottun innan þessara tíu skipulagsheilda sem um ræðir. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að innleiðing jafnlaunastaðalsins hefur skerpt skilning og sýn stjórnenda skipulagsheilda. Öll vinna við launasetningu, launaspönn og umbunarkerfi er nú betur skilgreind með það að markmiði að gæta jafnræðis. Stjórnendur eru betur upplýstir og meðvitaðir um launauppbygginu og öll vinnubrögð eru orðin miklu agaðri og gagnsærri. Niðurstöður rannsóknarinnar leiða einnig í ljós að stjórnendur vilja ekki mismuna heldur vilja þeir borga sömu laun fyrir jafnverðmæt störf óháð kyni. Niðurstöður rannsóknar sýna einnig að unnið er eftir jafnlaunastaðlinum í þeirri vegferð að mismuna ekki, það er starfið sem er verðlagt óháð kyni. Það er mat rannsakanda að með jafnlaunastaðlinum og jafnlaunavottuninni hafi laun verið leiðrétt og þá sérstaklega laun kvenna til hækkunar.

Samþykkt: 
  • 5.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40888


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing lokaverkefni.pdf277,75 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MS ritgerð_Asgerdur Halldorsdottir 05052020.pdf1,2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna