Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40889
Hér á landi hefur áhersla verið lögð á aukningu annarra afplánunarúrræða en afplánun í lokuðu fangelsi. Samfélagsþjónusta er eitt af þeim úrræðum sem hefur farið stigvaxandi sem afplánunarúrræði hjá Fangelsismálastofnun ríkisins. Hún hefur verið við lýði á Íslandi frá árinu 1995 og hefur þróast frá því að leyfa dómþolum með allt að þriggja mánaða óskilorðsbundna fangelsisrefsingu upp í tveggja ára dóm, að uppfylltum skilyrðum, að afplána refsinguna sína með samfélagsþjónustu. Einnig hafa einstaklingar með vararefsingu fésekta tækifæri á að afplána með þessum hætti. Aðal markmið þessarar rannsóknar er að kanna upplifun, reynslu og afstöðu þeirra sem afplána með samfélagsþjónustu og fá að taka út sína refsingu í vægara úrræði með tilliti til frelsisskerðingar. Tekin voru hálf-stöðluð viðtöl við sjö einstaklinga sem eru nú þegar í samfélagsþjónustu eða hafa nýverið lokið henni. Einnig var tekið viðtal við þrjá umsjónarmenn vinnustaða sem samfélagsþjónar sækja vinnu til og við Pál E. Winkel forstjóra Fangelsismálastofnunar. Niðurstöður benda til þess að samfélagsþjónustuúrræðið er vissulega heppilegra úrræði en afplánun í fangelsi þar sem frelsisskerðing getur haft verulegar afleiðingar, til að mynda atvinnumissi og rof á félagslegum tengslum. Þrátt fyrir það reynist það einstaklingum áskorun að afplána í samfélagsþjónustu þar sem erfitt getur reynst að samræma samfélagsþjónustuvinnuna með annarri vinnu og/eða námi og fjölskyldulífi.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Ég ætla aldrei aftur í samfélagsþjónustu - pdf.pdf | 2,37 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
| Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf | 58,77 kB | Lokaður | Yfirlýsing |