Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40893
Framleiðni vinnuafls mælir getu þjóða til þess að breyta aðföngum í afurðir. Því skilvirkari sem þjóðir eru að búa til verðmæti, þeim mun betri eru lífsgæði þeirra. Þjóðir sem eru skilvirkari geta bæði framleitt meira en aðrar þjóðir og notið meiri frístunda. Hér á landi er rík menning fyrir því að vinna mikið en tölur frá OECD benda til þess að langir vinnudagar hér á landi séu ekki að skila sér í auknum afköstum. Rannsóknir hafa sýnt neikvæða fylgni á milli fjölda vinnutíma og framleiðni.
Meðal Íslendingurinn vinnur um það bil 100 klukkutímum meira á ári heldur en meðal Daninn en hefur þrátt fyrir það minni kaupmátt. Af norðulandaþjóðum eru aðeins Finnar með lægri framleiðni en Íslendingar. Í þessari ritgerð mun ég fara yfir stöðu Íslands og bera saman við hin Norðurlöndin: Noreg, Danmörk, Svíþjóð og Finnland. Einnig mun ég greina orsök vandans á Íslandi út frá þeim þáttum sem rannsóknir sína að hafi mest áhrif á framleiðni þjóða: Menntun, aðgangur að auðlindum, menning og stjórnarhættir.
Eftir að staða Íslands hefur verið greind mun ég leggja til aðgerðir sem myndu auðvelda íslenskum atvinnuvegi að brúa framleiðnibilið sem myndast hefur á milli Íslands og hinna norðurlandanna. Þessi ritgerð er byggð á opinberum gögnum og öðrum rannsóknum á framleiðni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Stefán Haukur-IRE.pdf | 736,64 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing.pdf | 202,63 kB | Lokaður | Yfirlýsing |