is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40898

Titill: 
  • Birtingarmynd dýraréttinda í myndlist: Aktívismi-áróður-andóf
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um birtingarmynd dýraréttinda í myndlist og hið margslungna samband sem á sér stað á milli mannskepnunnar og annarra dýra. Fræðileg orðræða og kenningar um samskipti manna og dýra eru skoðaðar í tengslum við dýravelferð og dýraréttindi. Rætt er um tegundahyggju og tegundafordóma með tilliti til jaðarhópa í tengslum við dýraréttindi. Einnig eru skrif Peters Singers, Toms Regans, Ruth Harrisons, Carys Wolfs, Giovannis Alois, J. Keri Cronins og fleiri höfð að leiðarljósi í fræðilegri umfjöllun þeirra um réttindi dýra.
    Rannsóknarspurningarnar sem leitast er við að svara í ritgerðinni eru tvíþættar: Annars vegar er reynt að varpa ljósi á hvort myndlist geti haft samfélagsleg áhrif og unnið að auknum réttindum dýra og þá með hvaða hætti? Hins vegar er skoðað hvort það sé tenging á milli myndlistar og aktívisma? Til þess að svara rannsóknarspurningunum eru skoðaðir nokkrir myndlistarmenn sem vekja máls á réttindum dýra í tengslum við ákveðin verk og sýningar. Þau verk sem fjallað er um eru unnin í ólíka miðla frá mismunandi tímum. Birtingarmynd dýraréttinda í verkum þessara listamanna er ólík. Allt frá því að vera mjög augljós og aðgengileg yfir í að vera óljós og óræð. Einnig eru tengsl myndlistar og aktívisma skoðuð frá því að málefni dýraréttinda komust í hámæli á 19. öld.
    Áhrifin sem myndlist hefur á réttindi dýra eru marglaga og spila stóran þátt í þeirri baráttu. Listamenn gegna mikilvægu hlutverki í að breyta hugsunarhætti fólks gagnvart dýrum og hafa þeir ítrekað rutt veginn í tengslum við að koma breyttu viðhorfi á framfæri. Sjónmenning er og hefur ætíð verið mikilvæg til að koma umræðu um dýravelferð og dýraréttindi á framfæri við almenning. Myndlist og dýraréttindi hafa tengst órjúfanlegum böndum í gegnum dýraverndunarhreyfingar og aktívista hópa allt frá því að dýraréttindi fengu mikin meðbyr á meðal almennings. Þá notuðu ákveðnir dýraréttindahópar sína uppáhalds listamenn og listaverk síendurtekið í báráttunni sinni. Myndlist getur verið áhrifaríkt innlegg í samfélagslegri umræðu og verið mikilvægt tól til að varpa nýju ljósi á krefjandi málefni. Hún hefur möguleika og getu að vekja áhuga á málefni á borð við dýraréttindi og knúið fram viðbrögð og breytingar.

Samþykkt: 
  • 5.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40898


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MEISTARAritgerð..pdf22.86 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
IMG_1168.jpg441.36 kBLokaðurYfirlýsingJPG