Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40899
Lögræði er lögbundinn frelsisréttur einstaklinga en hér á landi má engan svipta þessum rétti nema í einstaka tilfellum. Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvað einkennir orðræðu í dómstextum þar sem krafist er að einstaklingur sé sviptur lögræði, fjárræði eða sjálfræði sínu, þá einkum hvernig varnaraðila er lýst og hann gerður að vandamáli. Þá voru áfrýjunardómar til Hæstaréttar og Landsréttar á tímabilinu 2010-2020 bæði innihaldsgreindir og orðræðugreindir. Markmið innihaldsgreiningarinnar er að fá betri skilning á rannsóknargögnunum. Orðræðugreiningin byggir á WPR nálgun Bacchi þar sem markmiðið er að skoða og gagnrýna hvers vegna einstaklingar eru skilgreindir sem vandamál í dómstextum. Niðurstöður sýndu að í flestum tilfellum var velferðarsvið í hlutverki sóknaraðila dómsmálsins og að það var aðeins undantekning að dómskröfur voru felldar niður. Þá er einstaklingi lýst sem hættulega vanhæfum einstaklingi sem nauðsynlegt er að ná stjórn á, annars er öryggi samfélagsins og þar með valdinu ógnað. Undirstaða þessa viðhorfs er læknisfræðileg orðræða sem einkennir dómstextanna. Með því er einstaklingur gerður að vandamáli og hann skipaður í hlutverk vanhæfa einstaklingsins. Þar með varpar rannsóknin ljósi á lögræðissviptingar á Íslandi og þá sérstaklega hvert viðhorfið er til varnaraðila málsins, sem er mikilvægt í ljósi þess að það hefur lítið verið rannsakað.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_ritgerd_TRS.pdf | 553,02 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing.pdf | 149,18 kB | Lokaður | Yfirlýsing |