is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40907

Titill: 
  • Tvær Stjörnur: Heimildarmynd um upplifun systra af heimilisofbeldi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi greinargerð er hluti af meistaraverkefni mínu í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Samhliða greinargerðinni vann ég að heimildarmyndinni Tvær Stjörnur. Ofbeldi er samfélagsböl. Rætur þess má rekja langt aftur í mannkynssögunni og greina má ofbeldi í hinum ýmsu samfélögum enn þann dag í dag. Farið verður yfir sögu barnaverndar og fjallað um hvaða verkferla stofnunin notast við í dag í þeim tilfellum þar sem barn er inn á heimili og upplifir ofbeldi. Einnig verður fjallað um aðkomu lögreglu í þeim tilkynningum sem þeim berast er varðar heimilisofbeldi og þær breytingar sem orðið hafa í málaflokki þolenda ofbeldis. Þá verður farið í að útskýra hvers vegna þessi leið miðlunar var valin en skapandi heimildarmynd þótti henta best þar sem ég er að fjalla um atburði sem áttu sér stað í minni æsku. Minningarnar sem ég vek til lífs verða endurteknar af ungum leikkonum ásamt því að miðsystir mín talar í rauntíma um sínar upplifanir af þessum minningum. Farið verður yfir vinnuferlið sjálft, frá því ég ákvað að gefa þessum atburðum meira rými í mínu lífi, hvernig systir mín tók í þá hugmynd að færa þessar upplifanir yfir á form skapandi heimildarmyndar og allt til enda upptakna. Þá verður rannsóknarspurningu svarað í niðurstöðum.
    Uppeldi mitt og systur minnar einkenndist að miklu leyti til af ofbeldi milli foreldra okkar. Ég, sem elsta barn þeirra, var ung farin að átta mig á undanfara barsmíðanna og gat ég þá oft á tíðum gripið litlu systur mína og farið með hana út úr þeim aðstæðum. Ekki náði ég þó alltaf að vera á undan storminum en þá reyndi ég að nýta rýmin innan dyra til að fela mig og okkur. Markmið mitt með því að deila minni sögu á þennan hátt er að geta mögulega haft þau áhrif að önnur börn í svipuðum sporum fái aðstoð frá fagfólki sem þekkir einkenni heimilisofbeldis.

Samþykkt: 
  • 5.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40907


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KOMIÐ M.A 2022.pdf678,35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2022-05-04 14-10.pdf414,27 kBLokaðurYfirlýsingPDF