is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40916

Titill: 
  • Stýrivextir og greiðslubyrði lántakenda. Hvaða áhrif hafa stýrivaxtabreytingar Seðlabanka Íslands á greiðslubyrði lántakenda?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Töluverðar breytingar hafa átt sér stað á árunum 2019 til 2022 í íslensku atvinnulífi þar sem efnahagur landins varð fyrir miklu áfalli þegar heimsfaraldur lamaði ferðamannastreymi til landsins. Atvinnuleysi jókst og mörg fyrirtæki úr ýmsum atvinnugreinum stóðu fyrir þeirri áskorun að þurfa segja upp starfsfólki og jafnvel leggja niður starfsemi sína vegna aðgerða stjórnvalda með lokunum og takmörkunum. Upp var komin erfið staða fyrir íslenskt atvinnulíf þar sem mikill vöxtur hafði verið í ferðaþjónustu síðustu ár og var ferðþjónustan orðin ein mikilvægasta tekjulind okkar Íslendinga. Hlutverk Seðlabanka Íslands er að halda verð- og fjármálastöðugleika í landinu og reyna að komast hjá miklum sveiflum í efnahagi landsins. Seðlabanki Íslands lækkaði sína stýrivexti í kjölfar þess ástands er komið var upp og voru þeir í sögulegu lágmarki í nóvember 2020 er stýrivaxtastig Seðlabanka Íslands nam 0,75 prósentum og voru þessar aðgerðir áhrifamiklar fyrir markaðinn.
    Óverðtryggð lán tóku við sér í kjölfar aðgerða Seðlabanka Íslands en verðtryggð lán hafa verið með stærri hlutdeild íbúðalána hérlendis síðustu ár. Stýrivextir Seðlabanka Íslands frá ársbyrjun 2012 til árslok 2022 voru að meðaltali 4,09 prósentur og því voru vextir óverðtryggðra lána almennt háir og þar af leiðandi hærra greiðslubyrði lántakenda. Í kjölfar lækkunnar stýrivaxta þá lækkaði greiðslubyrði óverðtryggðra lána og því urðu þau lán freistandi lánamöguleiki fyrir marga lántakendur. Þar sem lánakjör voru hagstæð þá varð mikil hreyfing á íslenskum fasteignamarkaði og varð mikil eftirspurn eftir fasteignum. Stýrivextir eru áhrifaríkt stjórntæki þar sem vextir íbúðalána fylgja þróun stýrivaxta og þegar stýrivextir eru lágir þá fer almenningur að hreyfa við sparnaðarfé sínu til að nýta þessa góðu vexti sem í boði eru á þeim tíma. Rannsókn höfundar á áhrifum stýrivaxtabreytinga Seðlabanka Íslands á greiðslubyrði lántakenda skiluðu sterkum niðurstöðum og gaf hún höfundi vísbendingar um að stýrivaxtabreytingar ársins 2020 muni vega þungt á lántakendum sem tóku óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum þegar stýrivextir voru í sögulegu lágmarki 2020.

Samþykkt: 
  • 5.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40916


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stýrivextir og greiðslubyrði lántakenda.pdf836.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf417.54 kBLokaðurYfirlýsingPDF