is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40919

Titill: 
  • Baráttan um roðið. Er samvinna lykillinn að verðmætasköpun
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Frá því að fiskstjórnunarkerfið, sem í daglegu tali nefnist kvótakerfið, var sett á laggirnar hefur sókn í fiskistofnana verið takmörkuð. Þessi takmörkun vinnur sem hvati að fullnýtingu þess hráefnis sem dregið er að landi. Með áherslu á hámörkun gæða og verðmætis er Ísland í fararbroddi á heimsvísu hvað varðar nýtingarhlutfall þorsksins. Með tilkomu nýsköpunar og tækninýjunga eru hliðarafurðir úr sjávarútvegi oft og tíðum mun verðmætari en fiskurinn sjálfur. Dæmi um verðmæta afurð unna úr áður verðlausri vöru er kollagen unnið er úr roði. Aukin eftirspurn eftir kollageni hefur hvatt til nýsköpunar og sést það glögglega í auknu framboði fæðubótarefna, drykkjavara og snyrtivara sem innihalda kollagen. Líftækni er undirstaða nýsköpunar í tengslum við fullnýtingu og nýtingu hliðarafurða sjávarútvegs. Með samvinnu hafa sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi stuðlað að blómstrandi efnahag og stuðst við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni og nýtingu. Áherslur auðlindakenningarinnar má greinilega sjá hjá sjávarútvegsfyrirtækjum landsins.
    Helstu niðurstöður tilviksrannsóknarinnar gefa til kynna að Marine Collagen muni ná markmiðum sínum um að framleiða hágæða kollagen samhliða gelatíni ef þau leggjast í framkvæmdir að stækkun verksmiðjunnar. Með því auka þau framleiðslugetu sína, vöruframboð og opna dyr að nýjum mörkuðum. Með nýjum tækjabúnaði er möguleiki að nýta roð af fleiri tegundum og auka þannig umfang framleiðslunnar.
    Lykilhugtök: kollagen, gelatín, nýsköpun, fullnýting, hliðarafurðir, samvinna

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað í 10 ár með samþykki Viðskiptafræðideildar.
Samþykkt: 
  • 5.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40919


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing_HelgaSigríðurHartmannsdóttir.pdf300.58 kBLokaðurYfirlýsingPDF
HelgaSigríðurHartmannsdóttir-Meistaraverkefni2022_2.pdf1.91 MBLokaður til...25.06.2032HeildartextiPDF