is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40920

Titill: 
 • Reynsla kvenna af því að greinast með meðgöngusykursýki: Eigindleg rannsókn.
Námsstig: 
 • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Meðgöngusykursýki er einn af algengustu kvillum sem koma fram á meðgöngu ásamt háþrýstingi og meðgöngueitrun. Tíðni meðgöngusykursýki hérlendis hefur farið ört vaxandi, eða úr 2,6% árið 2006 í 16,6% árið 2020. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að mikilvægt er að þróa meðferðarúrræði fyrir þennan hóp kvenna sem gæti nýst þeim eftir barnsburð. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að auka skilning á reynslu kvenna sem fengið hafa meðgöngusykursýki af greiningu og meðferð sem þær fengu fyrir og eftir barnsburð. Aðferð: Gerð var eigindleg rannsókn. Valdar voru með þægindaúrtaki konur sem áttu barn á tímabilinu janúar 2021 til nóvember 2021 og greinst höfðu með meðgöngusykursýki á yfirstandandi meðgöngu. Fjórtán konur tóku þátt. Tekin voru hálfstöðluð viðtöl og gögnin greind með efnisgreiningu.
  Niðurstöður: Reynsla og upplifun kvennanna af því að greinast með meðgöngusykursýki var aðallega tvennskonar. Annars vegar upplifðu þær óvissu og áfall og hins vegar pirring og reiði. Konunum þótti ákveðinn stimpill að fá meðgöngusykursýkisgreininguna, sérstaklega ef þær voru í yfirþyngd. Algengara var að konunum tækist að stjórna blóðsykrinum með mataræði og lífstílsbreytingu heldur en lyfjagjöf. Einnig kom fram að talsverður munur var á því hvaða þjónusta hverri og einni konu var boðið varðandi meðgöngusykursýkina og hve móttækilegar þær voru fyrir henni. Flestar töldu sig þó hafa fengið fullnægjandi fræðslu og stuðning á meðgöngunni. Þá kom jafnframt fram að aðeins þær konur sem þurftu á lyfjagjöf að halda fengu eftirlit með blóðsykri eftir barnsburð.
  Ályktun: Niðurstöðurnar sýna að konur sem greinst hafa með meðgöngusykursýki fá almennt ekki stuðning eða eftirlit eftir barnsburð, eða þá að þær afþakka þá þjónustu sem þeim er boðið. Huga þarf betur að þessum hópi kvenna, sérstaklega með það að markmiði að reyna að koma í veg fyrir að þær þrói með sér sykursýki tegund 2 seinna á lífsleiðinni eða aðra kvilla sem meðgöngusykursýkin getur haft í för með sér.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Gestational diabetes is one of the most common disorders that occur during pregnancy along with hypertension and preeclampsia. In Iceland, the incidence of gestational diabetes has been constantly rising in recent years, from 2.6% in 2006 to 26.6% in 2020. Recent research has shown the importance of developing treatment options following childbirth for women diagnosed with gestational diabetes.
  Aim: Understanding women´s experience of being diagnosed with gestational diabetes and how they used the treatment they received before and after childbirth. Method: Qualitative study based on content analysis. The participants were chosen with convenience sample from a list of women who gave birth between January 2021 and November 2021 and were diagnosed with gestational diabetes. Fourteen women participated. The data was collected using half open interviews and analyzed using content analysis into themes.
  Results: The women's experience of being diagnosed with gestational diabetes was mainly of two kinds. Firstly, they experienced uncertainty and shock, and secondly irritability and anger. The women felt that receiving the diagnosis was stigmatising, especially if they were overweight. It was more common for women to control their blood sugar by diet and lifestyle changes alone than by medication use. There was also a considerable difference in what treatment was offered to each woman regarding gestational diabetes and how receptive they were to it. Most, however, felt that they had received adequate education and support during their pregnancy. It was also found that only women who needed medication were offered blood sugar checks after childbirth.
  Conclusion: Findings show that women who have been diagnosed with gestational diabetes generally do not receive any treatment or check-ups after childbirth, or that they decline any help offered to them. More attention needs to be paid to this group of women, with the aim of trying to prevent them from developing type 2 diabetes later in life or other disorders that gestational diabetes can cause.

Styrktaraðili: 
 • Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
Samþykkt: 
 • 5.5.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40920


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaranámsritgerð EmilíaFönnAndradóttir.pdf1.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf309.77 kBLokaðurYfirlýsingPDF