is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40923

Titill: 
  • Saga vogunarsjóða. Tengsl þeirra við fjármála- og hlutabréfamarkaði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Vogunarsjóðir eru stór hluti af fjármálakerfinu en það kerfi verður sífellt flóknara en áður hefur verið. Í þessari ritgerð verður fjallað um sögu vogunarsjóða (e. hedge funds) og þeirra tengsl við fjármála- og hlutabréfamarkaðinn. Vogunarsjóðir hafa verið mjög merkilegir í viðskiptaheiminum á seinustu árum og þá sérstaklega eftir hið þekkta fjármálahrun árið 2008. Að mati margra voru það vogunarsjóðir sem ollu hruninu árið 2008. Það er óhætt að segja að fólk líti á þá gagnrýnum augum þar sem margir trúa því að starfsaðferðirnar þeirra séu mjög ósiðlegar.
    Í þessari ritgerð mun saga vogunarsjóða vera skoðuð og hvernig þeir hafa breyst í gegnum tíðina. Síðan mun vera gerð grein fyrir því hvað vogunarsjóðir eru, hvernig þeir starfa og hverjar eru þekktustu gerðir vogunarsjóða. Að lokum verða tengsl vogunarsjóða við fjármála- og hlutabréfamarkaði skoðuð og það hvort vogunarsjóðir hafi góð eða slæm áhrif á markaðina.
    Helstu niðurstöður voru að vogunarsjóðir í sjálfu sér eiga að hafa góð áhrif á fjármála- og hlutabréfamarkaði. Hlutverk vogunarsjóða sem slíka er að gera markað seljanlegri, draga úr óhagkvæmni á markaði og gera hann skilvirkari. Sjóðirnir hafa þó sínar slæmu hliðar líka en þær koma fram þegar einstaklingar reyna að nota vald vogunarsjóða sér til hagsbóta. Áhrif vogunarsjóða eru fremur jákvæð en neikvæð og hafa áhrifin aukist til hins betra eftir LTCM kreppuna, með hverri nýrri reglugerð og eftir því sem við lærum meira og meira um vogunarsjóði.

Samþykkt: 
  • 5.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40923


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKAGERÐ - BS ritgerð (búin).pdf345.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf16.04 MBLokaðurYfirlýsingPDF