is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40925

Titill: 
  • "Maður hefur kannski reynt að hafa móttökuna eins eðlilega og hægt er": Móttaka nýliða í heimsfaraldri
  • Titill er á ensku "We have tried to keep the onboarding as normal as possible": New employee onboarding during a pandemic
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar er að fá innsýn inn í mögulegar áskoranir sem hafa komið upp við móttöku nýliða á tímum Covid-19 farsóttarinnar. Móttökuferlið er mikilvægur þáttur í aðlögun á nýjum vinnustað og felur meðal annars í sér að kynna nýju starfsfólki vinnustaðinn, samstarfsfólk, starfsemina og fyrirliggjandi verkefnunum. Vinnuumhverfi fjölmargra gjörbreyttist þegar heimsfaraldurinn skall á og ljóst að takast þurfti á við ýmsar áskoranir. Samskiptin færðust nær alfarið yfir á rafrænt form en rannsóknir sýna að mannleg samskipti eru mikilvæg í árangursríku móttökuferli og aðlögun á vinnustað. Þá hafa rannsóknir sýnt að góður stuðningur í upphafi starfs hefur áhrif á starfsánægju.
    Eigindleg rannsóknaraðferð var valin vegna þess hve vel hún hentar til þess að kanna upplifun og reynslu viðmælenda á ákveðnu viðfangsefni. Viðtöl voru tekin við sjö mannauðssérfræðinga í seðlabönkum Norður- og Eystrasaltslandanna í marsmánuði 2022.
    Niðurstöðurnar leiddu í ljós fjölbreytta upplifun af móttökuferlinu allt eftir því hvernig því var háttað fyrir Covid-19 í hverjum banka fyrir sig og í raun eftir því hversu langt þau voru komin í stafrænni þróun. Þá kom í ljós að áskoranir á tímum Covid-19 snéru ekki síst að því að samræma upplýsingar fyrir nýtt starfsfólk. Erfiðlega gekk að færa móttökuferlið og samskiptin yfir á rafrænt form í upphafi faraldursins. Einnig kom í einhverjum tilfellum upp að hlutverk þeirra sem að móttökunni koma var óskýrt. Það bitnaði á nýju starfsfólki með þeim hætti að ekki allir hafi fengið nauðsynlegar upplýsingar í upphafi starfs eða nægilegan stuðning til að aðlagast á nýjum vinnustað. Þá kom í ljós að viðmælendur drógu mismunandi lærdóm af breyttu vinnuumhverfi eftir því hverjar áherslurnar í móttökuferli höfðu verið til þessa. Meðal annars var fjallað um aukinn stuðning við nýtt starfsfólk, betra skipulag við móttöku og skýrari upplýsingar um hlutverk hvers og eins í móttökuferlinu. Viðmælendur fylgdu móttökuferlinu ekki markvisst eftir samkvæmt fræðunum þótt eftirfylgni í formi samtals eða spurningalista hafi verið til staðar í flestum tilfellum. Þar var helsta áherslan á að nýtt starfsfólk hefði nægan stuðning og hvort allur búnaður virkaði sem skyldi.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this study is to gain insight into the possible challenges that have arisen in employee onboarding during the time of Covid-19. The onboarding process is an important part of adapting to a new workplace and includes introducing new employees to the workplace, colleagues, operations and their projects. The work environment changed completely when the pandemic struck and it is clear that various challenges have arisen as a result. Communication was almost entirely transferred to electronic form, but research shows that human communication is important in a successful onboarding process and adaptation in the workplace. Research has also shown that good support at the beginning of a job has an effect on job satisfaction.
    A qualitative research was chosen because of how well suits for examining the interviewees' experiences on a specific subject. Interviews were conducted with seven human resources experts at Central Banks in the Nordic and Baltic countries in March 2022.
    The results show how the experts experienced of the onboarding process in various ways, depending on how the reception process was conducted in each bank and, in fact, on how far they had come in digital development. Coordination of information to managers and new employees were also a major challenge during Covid-19. In some cases, roles and responsibilities of those who take part in the onboarding process was not clear which resulted in everyone not receiving the necessary information at the beginning of the job or sufficient support to adapt to a new workplace. It also varied from respondents what they learned the last two years depending on what the emphasis had been so far. They discussed increased support for new employees, better organization around the onboarding and clearer information about each person's role in the process. According to the studies, the interviewees did not follow the onboarding process systematically, although follow-up in the form of a conversations or a questionnaire was present in most cases. The main emphasis was on new staff having sufficient support and whether all equipment was working properly.

Samþykkt: 
  • 5.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40925


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hólmfríður Þorvaldsdóttir MS ritgerð.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing-holmfridurthorvaldsdottir.pdf102.87 kBLokaðurYfirlýsingPDF