is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40933

Titill: 
  • Kynferðisásakanir á Internetinu. Mörk tjáningarfrelsis skv. 73. gr. og friðhelgi einkalífs skv. 71. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðar þessarar er kynferðisásakanir á Internetinu. Leitast er eftir að varpa ljósi á hvernig grundvallarmannréttindi friðhelgi einkalífs og tjáningarfrelsi vegast á í því samhengi. Áhersla er lögð á að rannsaka dómaframkvæmd íslenskra dómstóla og Mannréttindadómstóls Evrópu og gera grein fyrir þeirri aðferðarfræði sem hefur myndast í málum þar sem reynir á mörk friðhelgi einkalífs og tjáningarfrelsis. Þá er sérstaklega gerð grein fyrir því hvort miðlun á netinu feli í sér fjölmiðlun. Í framhaldinu er farið yfir almennar reglur um æruvernd og fjallað um kynferðisásakanir á Internetinu í samhengi við þær reglur. Að lokum er stuttlega fjallað um réttinn til að gleymast. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru á þá leið að samskiptamiðlar falla ekki undir fjölmiðlahugtakið og þar af leiðandi ekki undir gildissvið fjölmiðlalaga. Aftur á móti falla netmiðlar almennt undir gildissvið fjölmiðlalaga. Skilgreiningin á fjölmiðli sem slík getur haft mikla þýðingu um réttarstöðu aðila. Hvað varðar miðlun á netinu, hvort sem um ritstýrðan netmiðil eða samskiptamiðil er um að ræða, þá má ekki láta allt flakka. Þeir sem tjá sig á Internetinu þurfa ávallt að ganga úr skugga um hversu nærri friðhelgi einkalífs einstaklings megi ganga í umfjöllun. Kynferðisásakanir snerta annars vegar æru þess sem ásakaður er um slíka háttsemi og hins vegar rétt manna til tjáningar. Því vegast á sjónarmið um friðhelgi einkalífs og tjáningarfrelsi þegar einstaklingur tjáir sig opinberlega um meint kynferðisofbeldi á Internetinu. Reglur um æruvernd gilda um kynferðisásakanir. Þegar um er að ræða kynferðisásakanir þá horfir við okkur meginreglan um sannindi ummæla. Reglur ærumeiðinga horfa hins vegar öðruvísi við í málum sem þessum vegna sönnunarörðugleika í kynferðisbrotamálum. Nýleg dómaframkvæmd hér á landi sýnir að dómstólar telja rétt að slaka á kröfum til sönnunar staðhæfinga um kynferðisofbeldi í tilviki meints brotaþola. Brotaþoli telst almennt vera í góðri trú og þannig er réttur þess sem tjáir sig um eigin reynslu rýmri en þess sem tjáir sig á grundvelli sögusagna. Þegar þriðji aðili tjáir sig um kynferðisofbeldi eru strangari kröfur gerðar til sönnunar ummæla enda er eðli máls samkvæmt viðkomandi ekki að greina frá eigin reynslu.

Samþykkt: 
  • 5.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40933


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð LOKASKIL AVO.pdf826,59 kBLokaður til...31.12.2055HeildartextiPDF
Yfirlýsing til Skemmunnar.pdf95,91 kBLokaðurYfirlýsingPDF