is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40934

Titill: 
  • Er starfsþjálfun lykillinn að starfi að námi loknu?: Upplifun nemenda og stjórnenda á starfsþjálfun við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þekking er fyrirbæri sem er uppistaða af mörgum þáttum. Þegar einstaklingar sækja sér menntunar öðlast þeir þekkingu sem síðar getur haft áhrif á atvinnumöguleika. Starfsþjálfun meðfram háskólanámi getur veitt aukinn skilning og reynslu þegar kemur að raunverulegum verkefnum. Nám veitir einstaklingum ákveðið forskot á vinnumarkaði en þó getur þá skort reynslu sem oft er krafist um í umsóknum. Markmið rannsóknar er því að kanna hvort að starfsþjálfun geti haft áhrif á hvort nemendur öðlist frekari tækifæri á vinnumarkaði eftir útskrift. Rannsóknarspurningin er því: Hvernig getur starfsþjálfun haft áhrif á að nemendur fái starf að námi loknu ? Einnig verður gerð grein fyrir tveimur öðrum spurningum sem eru: Viðhorf nemenda og stjórnenda til starfsþjálfunar á vegum Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands og upplifun nemenda og stjórnenda þegar kemur að starfsþjálfun og miðlun þekkingar.
    Til þess að ná að draga fram dýpri skilning á starfsþjálfun og hvernig hún sem slík gæti haft áhrif á tækifæri eftir nám, var beitt eigindlegum rannsóknaðferðum. Niðurstöður rannsóknar byggja á 13 viðtölum við nemendur og stjórnendur sem öll hafa reynslu af starfsþjálfun innan Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands. Niðurstöður leiddu í ljós að bæði nemandur og stjórnendur töldu langflestir að starfsþjálfun gæfi nemendum dýrmæta reynslu sem nýta má út í atvinnulíf. Ástæða þess að nemendur tóku ákvörðun um að nýta sér starfsþjálfun var skortur á reynslu. Nemendur töldu að starfsþjálfun á ferilskrá myndi auka líkur á ráðningu þrátt fyrir skort á ákveðinni reynslu. Mismunandi var þó á milli stjórnenda hvort að þeirra fyrirtæki höfðu tök á að ráða nemendur til starfa að starfsþjálfun lokinni, en þá voru stjórnendur tilbúnir til að mæla með viðkomandi í formi umsagnarbréfs. Stjórnendum þótti mikilvægt að ná að tengja starfsemi sína við fræðasamfélagið með starfsþjálfun, og töldu að með nemendum komi inn ný og fersk sýn, sem skapaði oft mikilvægar umræður sem skipta máli. Stjórnendur voru í stakk búnir til þess að taka á móti nemendum og vildu gjarnan miðla þekkingu og veita nemendum dýrmæta reynslu. Stjórnendur sem voru viðmælendur í þessari rannsókn sáu ávinning í því að fá nemendur og þannig ná að skila hæfari starfskröftum út í samfélagið og á sama tíma jafnvel skapa framtíðarstarfsmenn úr nemenda í starfsþjálfun.

  • Knowledge is a phenomenon based on many factors in education. When individuals seek education, they gain knowledge that may later impact their choice of profession and work. Internships, alongside university studies, can increase comprehension and experience when faced with real projects. Education facilitates a head start in the employment market. However, a lack of experience, often expected in the application process, may become an issue. The aim of this study is to explore whether internships and work placements facilitate further opportunities for students in the job market, after graduation. The research question is thus: How can an internship affect the job prospects after graduation? Two other factors will also be examined: 1) The attitude of students and executives towards internships from the University of Iceland Business School. 2) The experience of the students and executives towards internship and dissemination of knowledge.
    Qualitative research methods were used in the study to deepen the understanding of internships and how they can affect opportunities post-graduation. The study outcome is based on thirteen interviews with students and executives that all have experience of internships from the University of Iceland Business School. The outcome implied that both students and executives find that most internships provide valuable experience that can be used in the employment market. Lack of experience proved to be the main motivation for students to undertake an internship. Students felt that an internship on their CV would increase their probability of being employed, despite the absence of a particular experience that may be required. It differed between executives whether their company was itself able to hire students after their internships. However, they were then ready to put in a good word for the students, in a letter of recommendation. Executives expressed the importance of connecting their business to the academic society with the possibility of an internship, and that students often bring a new and fresh outlook, that then encourages important discussions. The executives who were able to receive students, were willing to share knowledge and provide the students with valuable experiences. The executives interviewed in this study expressed benefits in providing internships, thus facilitating a more qualified workforce in society and simultaneously generating potential future employees from the internship students.

Samþykkt: 
  • 5.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40934


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eyðublað.pdf731.37 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Er starfsþjálfun lykillinn að starfi_eat5-5maí2.pdf762.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna