is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40935

Titill: 
  • Lífslokameðferð utan sérhæfðra líknardeilda: Fræðileg samantekt með kögunarsniði
  • Titill er á ensku End-of-life care in non-specialist palliative care settings: A scoping review
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Með auknum fólksfjölda og hækkandi aldri þjóða lifa fleiri með langvinna og lífsógnandi sjúkdóma en áður sem kallar á frekari úrræði í formi líknar- og lífslokameðferðar. Á sérhæfðum líknardeildum starfar heilbrigðisstarfsfólk með reynslu og sérmenntun á sviði líknarmeðferðar og oft eru þær betur mannaðar en almennar deildir. Þar fá sjúklingar með erfið einkenni og flókin vandamál sérhæfða líknarmeðferð. Ekki geta allir sjúklingar dáið á sérhæfðum líknardeildum og meðferð við lok lífs er því oft veitt á bráðadeildum, legudeildum og hjúkrunardeildum undir kringumstæðum sem oft eru ekki ákjósanlegar og af starfsmönnum sem telja sig skorta hæfni í líknar- og lífslokameðferð.
    Tilgangur: Með verkefninu er leitast við að svara rannsóknarspurningunni: Hvað styður og hvað hindrar góða meðferð við lok lífs á deildum sem eru ekki sérhæfðar líknardeildir?
    Aðferð: Notuð var fræðileg samantekt með kögunarsniði. Farið var eftir leiðbeiningum Joanna Briggs stofnunarinnar, fimm þrepa kögunarsniðsramma Arksey og O‘Malley og PRISMA-ScR. Leitað var í gagnasöfnunum Cinahl og PubMed. Leitarorðin general ward, hospital ward, medical ward, medicine ward, palliative care, terminal care, end of life care, nurses, nursing og nurse voru notuð. Sett voru fram valviðmið um aldur og efni heimilda sem þrír matsaðilar fóru yfir. Leitað var heimilda sem voru birtar á árunum 2011 til 2022.
    Niðurstöður: Leit skilaði 367 heimildum og að loknu mati uppfylltu 11 rannsóknir inntökuskilyrðin. Niðurstöður voru settar fram sem fimm þemu sem einkenna lífslokameðferð og lýsa þáttum sem geta ýmist stutt eða hindrað góða meðferð við lok lífs á deildum utan sérhæfðra líknardeilda: 1) hæfni og þekking starfsfólks, 2) mönnun, 3) umhverfi, 4) samskipti og samtal um lífslokameðferð og 5) sameiginleg sýn á lífslokameðferð. Styðjandi þættir voru hæfni í lífslokameðferð, nægileg mönnun, styðjandi umhverfi, meðferðaráætlun og klínískar leiðbeiningar og góð samskipti. Hindrandi þættir voru skortur á hæfni í lífslokameðferð, of margir sjúklingar, skortur á einbýlum; klínískum leiðbeiningum og þverfaglegu samstarfi og samtalið um yfirvofandi lífslok var tekið of seint.
    Ályktanir: Með frekari þjálfun og kennslu í líknar- og lífslokameðferð fyrir hjúkrunarfræðinga og aðrar heilbrigðisstéttir og með því að gera umhverfið styðjandi mætti efla og styrkja gæði umönnunar við lok lífs á deildum utan sérhæfðra líknardeilda. Frekari rannsóknir skortir á viðfangsefninu, ekki síst á því hvað styður farsæla innleiðingu lífslokameðferðar á ósérhæfðum deildum.

Samþykkt: 
  • 5.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40935


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð_Guðríður Ester Geirsdóttir.pdf705.17 kBLokaður til...05.05.2025HeildartextiPDF
Ný yfirlýsing.pdf1.57 MBLokaðurYfirlýsingPDF