en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/4094

Title: 
  • Title is in Icelandic Áhrif fóðurs á samsetningu vöðvaþráða lamba
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Tilgangur rannsóknar þessarar var að varpa ljósi á það hvort að mismunandi haustbeit lamba fyrir slátrun hefði áhrif á vöðva lamba. Aðdragandi verkefnisins er sá að framleiðendur jafnt sem sláturleyfishafi hafa áhuga á að fá úr því skorið hvort mismunandi haustbeit hefði áhrif á vöðvauppbyggingu og þar með gæði og eiginleika lambakjöts. Sýnum var safnað úr lömbum sem haldið var í 6 vikur fyrir slátrun á kálbeit eða túnbeit og til samanburðar var hópur sem haldið var á hálendisgróðri í jafn langan tíma. Vöðvaþræðirnir voru mældir og flokkaðir með tilliti til valinna ensíma svo og orkuforða frumanna . Hlutfall rauðra vöðvaþráða reyndist sambærilegt við niðurstöður annarra rannsókna sem gerðar hafa verið á lambakjöti. Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu vísbendingar um að munur væri á milli hópanna en einstaklingsmunur innan hópanna var það mikill að sá munur reyndist ekki vera marktækur. Þó kom í ljós að marktækur munur var á stærð hraðra glýkólítiskra vöðvaþráða í læri túnlamba og kállamba. Niðurstöður gefa einnig til kynna að kjöt af lærum kállamba geti verið meyrara en kjöt lamba úr hinum hópunum vegna hás hlutfalls rauðra vöðvaþráða en fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna að tengsl séu á milli meyrni kjötsins og hlutfalls rauðra vöðvaþráða.

Accepted: 
  • Nov 4, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4094


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Eyrun Harpa Hlynsdottir LOK1126 2009_Sept 2009.pdf4.58 MBOpenPDFView/Open