is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40940

Titill: 
  • Íslensk netverslun á tímum heimsfaraldurs. Hefur Covid-19 haft áhrif á kauphegðun íslendinga á netinu?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að kanna áhrifin sem COVID-19 faraldurinn kann að hafa á netverslanir á Íslandi hvernig kauphegðun íslenskra neytenda hefur breyst á netinu. Í þessari ritgerð verður skoðað þá þróun sem hefur átt sér stað á tímum heinsfaraldurs og þá mögulegu langtímaáhrif sem veiran haft á netverslanir. Í COVID var fólk hvatt til þess að halda sig heima og fjarri fjölförnum stöðum eins verslunum, íþróttaviðburðum og öðrum samkomum. Netverslanir fóru því í kapp við hvor aðra við að þróa sem bestu netverslun til þess að reyna að koma á móts við neytendur á þessum erfiðu tímum og auðvelda þeim kaupferlið.
    Í ritgerðinni verður farið yfir þá þætti sem hafa áhrif á kaup neytenda á vörum eða þjónustu ásamt því verður kaupákvörðunarferlið sem neytendur fara í gegnum skoðað. Undanfarin ár hafa verið mikil þróun á netverslunum og hefur aðgengi vörum og þjónustu aldrei verið jafn mikil og í dag. Flestir einstaklingar eru nettengdir sem auðveldar þeim að taka upp snjallsímann eða spjaldtölvuna og versla í gegnum netið, allt frá litlum hlutum eins og mat fyrir kvöldverðinn upp í stærri húsgögn og fleira sem vantar fyrir heimilið. Möguleikarnir eru endalausir. En af hverju er verslað á netinu? Að kaupa vörur í gegnum netið eru töluvert einfaldara, fljótlegra, þægilegra og einnig er hægt að stunda viðskiptin hvar og hvenær sem er í heiminum. Það eru þó kostir og gallar við netverslanir. Til að mynda geta neytendur ekki séð vöruna með berum augum né þreifað á henni fyrir kaup. Einnig eru margir sem treysta ekki Internetinu fyrir viðkvæmum persónuupplýsingum, líkt og kreditkortanúmeri sínu eða bankaupplýsingum. Traust er því mikilvægur þáttur þegar kemur að því að versla á netinu.
    Lykilorð: Netverslun, rafræn viðskipti, kauphegðun, heimsfaraldur, Covid-19.

Samþykkt: 
  • 5.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40940


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Leyfisbréf.pdf27.79 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BS-Lokaskil.pdf626.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna