Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/40945
Markmiðið með þessari ritgerð er að auka þekkingu og skilning á hugtökunum
fjölbreytileiki og inngilding. Áhersla verður lögð á hvernig stjórnun á fjölbreyttu vinnuafli
eða stjórnun fjölbreytileika fer fram og hver útkoman verður með því að fyrirtæki leggi
áherslu á þetta viðfangsefni. Í þessari ritgerð verður farið yfir skilgreiningar á hugtökunum
fjölbreytileiki og inngilding og auk þess útskýrt hvernig þessi hugtök vinna saman. Í
umfjöllun á hugtakinu inngilding verður kynnt hagnýt líkan til að skapa inngildingu á
vinnustað. Því næst verður fjallað um stjórnun á fjölbreytileikanum og hvernig fyrirtæki
geti komið til móts við þær þarfir sem að hið fjölbreytta vinnuafl hefur. Þar á eftir verður
kynnt fyrir hvernig stjórnun fjölbreytileika virkar og hver tilgangurinn er með þeirri stefnu.
Í framhaldinu á því verður farið í þann ávinning sem það getur haft í för með sér og einnig
þær áskoranir sem verða til staðar við stjórnun fjölbreytileika. Í lok ritgerðarinnar verður
síðan íslenski vinnumarkaðurinn skoðaður lauslega og hvaða lög eru í gildi um jafna
meðferð á vinnumarkaðnum. Tveir fjölbreyttir hópar verða teknir fyrir sérstaklega í lokin
á íslenska vinnumarkaðnum. Það eru annars vegar innflytjendur og hins vegar, fatlaðir og
öryrkjar á íslenskum vinnumarkaði.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskil BS - GHA.pdf | 398,1 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
Yfirlýsing.jpg | 2,07 MB | Locked | Declaration of Access | JPG |